Hugur - 01.01.2002, Page 93
Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar
Hugur
Krists að það sé ekkert við það að athuga að „hjartað sé kalt, heilinn
tæmdur merkingu og andinn bugaður“ ef einstaklingurinn tekur „sann-
gjarnt tillit til annarra.“3
Þeir segja báðir eitthvað á þá leið að Vilhjálmur dragi upp dapurlega
eða snauða mynd af siðfræðinni. Maður getur þó ekki annað en furðað
sig á þeirri stefnu sem gagnrýni þeirra tekur. Margir hafa haldið því
fram á misjöfnum forsendum að hlutleysi um verðmæti eða gildi sé for-
senda þess að siðfræðileg umræða geti skipt máli í lýðræðislegum fjöl-
hyggjusamfélögum nútímans. Það er ekkert nýtt sem Vilhjálmur er að
halda fram, það sem hann gerir í grein sinni er að tengja sig ákveðnum
straumum í siðfræði samtímans. Með því að saka hann um að gera sið-
fræðina dapurlega, hjartalausa eða snauða gengur gagnrýni Jóns eigin-
lega út í öfgar.
Gagnrýni þeirra Jóns og Róberts er þó að mörgu leyti ólík. Róbert bein-
ir athygli sinni fyrst og fremst að veilunum í málflutningi Vilhjálms og
ég verð að segja að hann hefur nokkuð til síns máls. Einkum held ég að
Róbert hitti naglann á höfuðið þegar hann finnur að hugtakanotkun Vil-
hjálms. Þegar Vilhjálmur heldur því fram að lífsgildi eigi ekki heima í
réttnefndri siðfræðilegri umræðu er alls ekki ljóst hversu vítt svið orðið
lífsgildi spannar. Á einum stað virðist Vilhjálmur gera greinarmun á lífs-
gildum og siðferðisgildum og á öðrum stað er eins og eitthvað sem hann
kallar grunngildi sé einn flokkurinn til. En hvað eru lífsgildi ef ekki sið-
ferðisgildi eða grunngildi?
Maður getur verið fullkomlega sammála Vilhjálmi um að siðfræðin eigi
ekki að „boða umdeilanleg lífsgildi“ en verið engu að síður þeirrar skoð-
unar að heimspekileg siðfræði hljóti að fjalla um gildi ekki síður en um
réttlátar leikreglur. Þá lítur maður bara svo á að lífsgildi séu hver þau
verðmæti eða hugsjónir sem manneskja eða samfélag gerir að sínum. En
sé þessi skilningur lagður í málflutning Vilhjálms virðist öll röksemda-
færslan býsna léttvæg: Auðvitað snýst siðfræði ekki um að boða fagnaða-
erindið, hvert svo sem það nú er: Það er hægt að vera fjölhyggjumaður
um verðmæti en samt telja þau grundvallarþátt siðfræðilegrar rökræðu.
Jafnvel þó að við lítum ekki svo á að ákveðin lífsgildi séu altæk, má samt
álíta að öll siðfræðileg rökræða hljóti að taka á gildismati og gildisdóm-
um.
Skilji maður Vilhjálm hins vegar þröngt og líti svo á að hann vilji með
öllu gera rökræðu um verðmæti útlæga úr sölum siðfræðinnar er eigin-
lega alveg ómögulegt að vera sammála honum. Hvernig sem á það er lit-
ið hljóta verðmæti og gildismat og gagnrýni á þau að koma inn í siðfræði-
3 Róbert Haraldsson 1999 „Einræða, umræða og samræða“ bls. 187.
91