Hugur - 01.01.2002, Síða 93

Hugur - 01.01.2002, Síða 93
Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar Hugur Krists að það sé ekkert við það að athuga að „hjartað sé kalt, heilinn tæmdur merkingu og andinn bugaður“ ef einstaklingurinn tekur „sann- gjarnt tillit til annarra.“3 Þeir segja báðir eitthvað á þá leið að Vilhjálmur dragi upp dapurlega eða snauða mynd af siðfræðinni. Maður getur þó ekki annað en furðað sig á þeirri stefnu sem gagnrýni þeirra tekur. Margir hafa haldið því fram á misjöfnum forsendum að hlutleysi um verðmæti eða gildi sé for- senda þess að siðfræðileg umræða geti skipt máli í lýðræðislegum fjöl- hyggjusamfélögum nútímans. Það er ekkert nýtt sem Vilhjálmur er að halda fram, það sem hann gerir í grein sinni er að tengja sig ákveðnum straumum í siðfræði samtímans. Með því að saka hann um að gera sið- fræðina dapurlega, hjartalausa eða snauða gengur gagnrýni Jóns eigin- lega út í öfgar. Gagnrýni þeirra Jóns og Róberts er þó að mörgu leyti ólík. Róbert bein- ir athygli sinni fyrst og fremst að veilunum í málflutningi Vilhjálms og ég verð að segja að hann hefur nokkuð til síns máls. Einkum held ég að Róbert hitti naglann á höfuðið þegar hann finnur að hugtakanotkun Vil- hjálms. Þegar Vilhjálmur heldur því fram að lífsgildi eigi ekki heima í réttnefndri siðfræðilegri umræðu er alls ekki ljóst hversu vítt svið orðið lífsgildi spannar. Á einum stað virðist Vilhjálmur gera greinarmun á lífs- gildum og siðferðisgildum og á öðrum stað er eins og eitthvað sem hann kallar grunngildi sé einn flokkurinn til. En hvað eru lífsgildi ef ekki sið- ferðisgildi eða grunngildi? Maður getur verið fullkomlega sammála Vilhjálmi um að siðfræðin eigi ekki að „boða umdeilanleg lífsgildi“ en verið engu að síður þeirrar skoð- unar að heimspekileg siðfræði hljóti að fjalla um gildi ekki síður en um réttlátar leikreglur. Þá lítur maður bara svo á að lífsgildi séu hver þau verðmæti eða hugsjónir sem manneskja eða samfélag gerir að sínum. En sé þessi skilningur lagður í málflutning Vilhjálms virðist öll röksemda- færslan býsna léttvæg: Auðvitað snýst siðfræði ekki um að boða fagnaða- erindið, hvert svo sem það nú er: Það er hægt að vera fjölhyggjumaður um verðmæti en samt telja þau grundvallarþátt siðfræðilegrar rökræðu. Jafnvel þó að við lítum ekki svo á að ákveðin lífsgildi séu altæk, má samt álíta að öll siðfræðileg rökræða hljóti að taka á gildismati og gildisdóm- um. Skilji maður Vilhjálm hins vegar þröngt og líti svo á að hann vilji með öllu gera rökræðu um verðmæti útlæga úr sölum siðfræðinnar er eigin- lega alveg ómögulegt að vera sammála honum. Hvernig sem á það er lit- ið hljóta verðmæti og gildismat og gagnrýni á þau að koma inn í siðfræði- 3 Róbert Haraldsson 1999 „Einræða, umræða og samræða“ bls. 187. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.