Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 95

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 95
Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar Hugur um þeirra því að þeir beina allri athyglinni, og miklu púðri, að því að mót- mæla róttækari hugmynd en þeirri sem Vilhjálmur í raun heldur fram. Grein Jóns er nokkuð löng og er að heita má ein samfelld vörn fyrir forngríska siðfræði. Hún er um margt læsileg og líkt og Róbert bendir hann á marga einfóldun og veilu í málflutningi Vilhjálms. En dómur hans yfir Vilhjálmi er skot yfir markið, svo hátt að það er engu líkara en maður horfi á eftir boltanum út í himingeiminn. Svona fordæmir Jón málflutning Vilhjálms: „Tillaga Vilhjálms um að lífsgildaspurningar verði ekki lengur ræddar innan siðfræðinnar jafngildir að mínum dómi tillögu um að íjarlægja hjartað úr siðfræðinni, „affílósófera" siðfræðina, jafnvel þagga niður í siðfræðinni.“6 Agreiningur þeirra þremenninganna er áhugaverður og þeir rökræða af nokkrum eldmóði. En frá sjónarmiði heimspekinnar er sá galli á mál- flutningi þeirra að stundum sleppa þeir sér í flugeldasýningunni frekar en gaumgæfa ágreiningsefnið af nægilegum skarpleika. Ef það er rétt skilið hjá mér að markmið Vilhjálms sé fyrst og fremst að sýna fram á að eiginleg siðfræði, nútímasiðfræði, eigi hún að vera einhvers megnug, sé um leikreglur mannlegs samfélags og þar sé eitthvert gagn að henni, en lífsgildi sé aftur hægt að nálgast á marga ólíka vegu, ekki bara sið- fræðilega, þá missir gagnrýni þeirra Róberts og Jóns marks. Þeir hefðu þurft að fara dálítið aðra leið að markinu, að minnsta kosti í bland. Þeir hefðu þurft að rökræða þá spurningu hvort siðfræði sé eða eigi að vera fyrst um reglur svo um gildi, frekar en að saka Vilhjálm um að hafna lífsgildum með öllu úr siðfræðilegri umræðu. Það er tvímælalaust galli á bókinni að þó að umræðan um verðmæti og reglur sem sprettur af grein Vilhjálms sé fyrirferðarmikil þá vantar al- veg þá gagnrýni sem nálgast efnið á forsendum Vilhjálms sjálfs. Það er reyndar vert að nefna það hér að í vissum skilningi er sterkasta and- svarið við hugmyndinni um hlutleysi gagnvart verðmætum að finna í grein allt annars höfundar, Sigurðar Kristinssonar, sem stendur að ég held alveg utan við þessa rökræðu Róberts, Jóns og Vilhjálms. Sigurður reynir í grein sinni að sýna fram á það að gagnrýnin íhugun, sem hann kallar svo, sé eitt af skilyrðum sjálfræðis (e. autonomy). Eg ætla ekki að rekja rök Sigurðar hér, en mér finnst áhugaverðasti punktur greinar hans vera sá að sjálfræðishugtak, sem geri enga kröfu til einstaklings- ins um gildismat, gangi ekki upp á endanum. Það nægir ekki að segja að sá maður sé sjálfráður sem hefur hæfileikann til að breyta í samræmi við eigin vilja. Nauðsynlegt sé að hann beiti líka þessum hæfileika.7 Eg 6 Jón Á. Kalmansson 1999, bls. 217. 7 Sigurður Kristinsson 1999 „Sjálfræði, löngun og skynsemi" bls. 113. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.