Hugur - 01.01.2002, Side 102
Hugur
Vilhjálmur Arnason
er stundum varin í nafni umburðarlyndis og virðingar fyrir menningar-
legum hefðum en hún stenst engan veginn siðfræðilega skoðun.
Spennan á milli alhæfanlegra leikreglna sem verja lýðræðisleg grunn-
gildi 1) og hefða sem verja gildi kúgunar og bælingar 4) er eitt megin-
átakasvæðið í frjálslyndu fjölhyggjusamfélagi nútímans. Þar er megin-
verkefnið að tryggja í senn virðingu fyrir almennum leikreglum og þeim
sérstöku hefðum sem móta Qölbreytilegan lífsstíl og margvísleg lífsgildi
þjóðanna. Þar er afar mikilvægt að greina ekki bara á milli þeirra gilda
sem falla í flokka 1) og 4), heldur líka kúgandi gildi frá þeim sem ég kalla
hlutlaus gildi. Menningarleg fjölbreytni einkennist m.a. af ólíkum sið-
um, venjum og hefðum um mannleg samskipti. Þau gildi sem þarna eru
í húfi eru siðferðilega hlutlaus þar til þau fara að snerta réttnefnda sið-
ferðilega hagsmuni og lenda þar með inn á átakasvæði 1) og 4). Sem
dæmi má nefna borðsiði, kurteisisvenjur og hefðir í klæðaburði sem eru
niðurlægjandi fyrir konur og standa í vegi þess að þær öðlist jafna virð-
ingu og karlar í viðkomandi menningu. I slíkum tilvikum hlýtur
gagnrýni einkum að beinast að þeim þáttum sem koma í veg fyrir að
þegnarnir taki sjálfráða ákvarðanir því að óneitanlega verður að virða
ákvarðanir þeirra sem kjósa að vera í stöðu hins undirokaða.7
Langáhugaverðast í þessu samhengi eru tengslin á milli gilda í flokk-
um 1) og 2). Ein leið til að orða muninn á þessum gildum er að í flokki 1)
séu gildi sem mönnum beri að virða óháð því hverjir þeir eru og hver lífs-
áform þeirra kunni að vera. Gildin í flokki 2), aftur á móti, eru samofin
sjálfsskilningi manna og lífsmáta í tilteknu félagslegu samhengi. Spurn-
ingin „hvað ber mér að gera?“ vísar til gilda í flokki 1) en spurningin
„hvernig manneskja vil ég vera?“ vísar til gilda í flokki 2).8 í siðferðilegu
lífi eru þessar spurningar oft nátengdar því að hafi manneskjan ekki
velt fyrir sér síðari spurningunni er óvíst að hin fyrri verði honum um-
hugsunarefni. En þetta breytir því ekki að mikilvægt er að greina þær
að röklega og rökræða þær undir ólíkum sjónarhornum í siðfræðilegri
umræðu. Ljóst er að þegar ég fæst við spurninguna „hvernig manneskja
vil ég vera?“ þá hlýt ég að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig, sjálfs-
7 Ég hef fjallað nokkuð um þetta atriði í greininni „Réttlæti og heimilisranglæti í
ljósi samræðusiðfræðinnar." Fjölskyldan og réttlætið Ritstjórar Jón Á. Kalmans-
son, Magnús D. Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir (Siðfræðistofnun og Há-
skólaútgáfan 1997) bls. 43-71.
8 Charles Taylor hefur kallað þessi gildi sem eru bundin sjálfsmynd manns
„strong preferences“ eða sterka gildisdóma. Charles Taylor: Sources of the Self
(Cambridge, Mass., Harvard University Press 1989) bls. 19-24. Sjá um þetta efni
Loga Gunnarsson „Að skilja lífið og ljá því merkingu“ Skírnir (1997:vor) bls.
111-140.
100
J