Hugur - 01.01.2002, Page 105
Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins
Hugur
þessi gagnrýni snúist um það að menn átti sig ekki nægilega vel á að-
stæðum og leitist við að þröngva upp á þau gildum sem eru að sönnu al-
hæfanleg en eiga einfaldlega ekki við það sinnið. En þessi gagnrýni varð-
ar í sjálfu sér ekki muninn á leikreglum og lífsgildum heldur snýst hún
um mat á aðstæðum. Og hér er einn meginvandi siðfræðinnar í hnot-
skurn: Að færa rök fyrir því hvenær gera þarf undantekningu frá algildri
leikreglu vegna þess að önnur algild leikregla er mikilvægari í aðstæð-
unum. En undantekningin felur engan veginn í sér að hinni víkjandi
leikreglu sé hafnað; hún felur einungis í sér viðurkenningu á því að hin
sé ríkjandi við þessar aðstæður.12 Þetta er einn vandasamasti hluti þess
verkefnis manna að koma sér saman um sanngjarnar leikreglur í sam-
skiptum sínum.13 Eg fæ ekki séð að þriðja dæmið sem Jón nefnir um lífs-
gildagagnrýni siðfræðinnar bæti neinu við hin tvö.
Síðara atriðið sem Jón hefur til marks um gagnrýnishlutverk siðfræð-
innar er eftirfarandi:
Siðfræðingar eiga að benda á veilur, gloppur og margvíslegt sið-
leysi sem fram kemur í samlífi manna, meðferð valds, ákvörðun-
um hins opinbera. Þeir eiga að gagnrýna stofnanir og þeir eiga að
sjá í gegnum orðagjálfur og uppskafningshátt.14
Þetta er vissulega rétt. En eru þetta ekki allt saman skýr dæmi um skil-
yrði þess að menn geti komið sér saman um sanngjarnar leikreglur í
samskiptum sínum? Samkvæmt þeirri lýsingu sem ég gaf á verkefni sið-
fræðinnar er einmitt mikilvægast að spyrja sem svo: Mjmdi þessi póli-
tíska ákvörðun, þessi ráðstöfun valds, þessi leikregla eða siðvenja öðlast
samþykki í frjálsri rökræðu þegnanna? Þannig verður hugsjónin um
fijálst samþykki að gagnrýninni viðmiðunarhugmynd sem beinir fræði-
legri greiningu að þeim margvíslegu birtingarformum kúgunar, bæling-
ar og skrumskælingar sem búið hafa um sig í félagslegum veruleika okk-
ar. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að einber siðfræðileg gagnrýni
dugir skammt í þessum efnum því að forsendur frjálsrar rökræðu um
gildi liggja bæði í félagslegum og sálfræðilegum aðstæðum. Þess vegna
12 Sbr. hinn þekkta greinarmun W.D. Ross á „prima facie“ og „actual duties“ í The
Right and the Good tOxford University Press 1930).
13 Ég hef fært rök íyrir því að Habermas vanræki þennan þátt siðfræðilegrar rök-
ræðu með því að aftengja leikreglurnar (sem hann kallar alhæfanleg norm) um
of frá raunverulegum aðstæðum. „Diskurs im Kontext". Moral im sozialen Kont-
ext, ritstj. Wolfgang Edelstein og Gertrud Nunner-Winkler (Frankfurt: Suhr-
kamp Verlag 2000) bls. 149-172.
14 „Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar" bls. 95.
103
L