Hugur - 01.01.2002, Side 108

Hugur - 01.01.2002, Side 108
Hugur Kristrún Heimisdóttir þannig að sé frelsi skilgreint sem bann við drottnun færist nýjar víddir inn í hefðbundna frjálslynda stjórnskipan sem geri henni kleift að bregð- ast við vandamálum sem hún hefur hingað til átt fá svör við. En hvað er þá drottnunl Pettit nefnir fyrirbærið domination á ensku og skilgreinir það sem þær aðstæður þegar drottnari hefur raunverulega möguleika á að hafa, að eigin geðþótta, áhrif á hvað einstaklingur velur að gera eða gera ekki í tilteknum aðstæðum. Það verður að vera á al- mannavitorði að drottnarinn sé í ofangreindri aðstöðu en engu skiptir hvort viðkomandi einstaklingur hafi einhvern tíma samþykkt þetta. Þannig getur einstaklingurinn ekki samið „pettískt frelsi“ frá sér. Það er til marks um ráðandi stöðu hins tvígreinda frelsishugtaks Isaiah Berlin á okkar dögum hvernig Pettit byggir bók sína upp. í stað þess að láta nægja málspekilegar skilgreiningar á frelsi, ver hann löngu máli í að skrifa frelsishugtak sitt inn í stjórnspekihefð vesturlanda, með því að taka lesendur með sér í hugmyndasögulega endurskoðunarferð aftur til Rómaveldis. Frelsi sem bann við drottnun samræmist mikilvægri vestrænni stjórn- skipunarhefð sem Pettit leitast við að sýna fram á að hafi naumlega lot- ið í lægra haldi í baráttu hugmynda við stofnun Bandaríkja Norður-Am- eríku 1776. í stað þess að rómversk-ítölsk hugmynd um stöðu borgara í lýðveldi (m.a. um borgaralegar skyldur) mótaði frelsishugmynd vestur- heims varð Thomas Hobbes ofan á. Hobbes hafði ekki áhuga á frelsi vilj- ans sem heimspekilegu vandamáli, því hann trúði ekki á tilvist slíks fyr- irbæris. Fyrir honum var hver athöfn hvers einstaklings frjáls svo fremi hún væri ákvörðun hans sjálfs. Engin afskipti önnur en beint inngrip í athafnir, til dæmis að einstaklingur sé beinlínis hindraður í að fara ferða sinna, eða gripið í handlegg honum þegar hann hyggst skjóta af byssu eða mjólka kú eða skrifa ávísun, geta samkvæmt Hobbes talist brot gegn frelsi einstaklings. Samkvæmt lýðfrelsishefð er frelsi einstaklinga hins vegar skilið þannig að menn geti glatað frelsi sínu án þess að til komi nokkur bein afskipti annarra og verið frjálsir jafnvel þótt aðrir hafi af þeim afskipti: Frelsi er í því fólgið að vera civis eða borgari, njóta borgaralegra réttinda og alltaf metið í ljósi munarins á homo liber og homo servus eða frjálsum manni og þræl. Og hér tengir Pettit frelsi einstaklinga við hina ýmsu þætti í stjórnskipan lögbundinna lýðræðisríkja. Einstaklingar eru ekki frjálsir borgarar í ríki nema ríkið sé byggt á tilhlýðilegum lögum. Það er með öðrum orðum ekki nóg að ríkið sé byggt á lögum heldur skal það byggt á tilhlýðilegum lögum, með frelsishugtaki Pettits verður til efnis- legur grundvöllur til að gæði laga, lagaframkvæmdar og opinberrar 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.