Hugur - 01.01.2002, Page 119
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 117-123
Ritfregnir 1999-2001
1. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Stjórnmálaheimspeki. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1999. 288 bls.
Ritinu er ætlað að gefa heildstætt yfírlit yfir stjórnmálaheimspeki. Það
skiptist í fimm kafla og fjallar hver um eitt af lykilhugtökum stjórn-
málanna: Fyrst frelsi, þá lög, næst ríkisvald, svo réttlæti og loks lýðræði.
I formála veltir höfundurinn vöngum yfir hlutverki stjórnmála og stjórn-
málaheimspeki í samtímanum og kemst að þeirri niðurstöðu að stjórn-
málin séu nauðsynlegur þáttur nútímasamfélags. Hann bendir á að
sumar tegundir róttækni geri í raun ráð fyrir útrýmingu stjórnmálanna.
Staðreynd vanþekkingarinnar gerir hinsvegar að verkum að við hljótum
stöðugt að huga að og gagnrýna undirstöður þess sem við þó teljum okk-
ur vita: „Meginstaðreyndin um mannlegt samlíf er einmitt hin víðtæka
og óumflýjanlega vanþekking okkar um flest það, sem okkur skiptir máli
í óraflóknu og margþættu skipulagi nútímans."
2. Henry Alexander Henrysson: Frumspeki og óendanleiki í verkum
Skúla Thorlaciusar. Islensk heimspeki á 18. öld. Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 1999. 183 bls.
Bókin er að stofni til M.A. ritgerð höfundar í heimspeki við Háskóla ís-
lands og fjallar um tvær heimspekilegar ritgerðir sem Skúli Thorlacius
(1741-1815) samdi á námsárum sínum við Kaupmannahafnarháskóla.
Efni þeirra er alheimurinn og óendanleikinn. Gerð er grein fyrir heim-
spekilegum og sögulegum forsendum ritgerðanna og íslensk heimspeki á
18. öld sett í samhengi við þá frumspekihefð sem var ríkjandi í háskólum
mótmælenda á 17. og 18. öld og er að ýmsu leyti frábrugðin þeirri heim-
speki sem var stunduð annars staðar á meginlandi Evrópu og á Bret-
landseyjum á sama tíma. Fjallað eru um heimspekinám íslenskra hafn-
arstúdenta sem stóð með nokkrum blóma um miðbik 18. aldar og rakinn
forvitnilegur þráður í íslenskri hugmyndasögu sem lítt hefur verið rann-
117