Hugur - 01.01.2002, Page 123
Ritfregnir
Hugur
15. Gilbert Ryle: Ógöngur. Þýð. Garðar Á. Árnason. Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 2000. 326 bls.
I Ogöngum fjallar Gilbert Ryle um nokkur algeng heimspekileg vanda-
mál og sýnir hvernig megi leysa þau með því að huga vandlega að tungu-
málinu. Meðal viðfangsefna bókarinnar eru forlagahyggja og frelsi vilj-
ans, þverstæða Zenóns um kapphlaup Akkillesar og skjaldbökunnar,
tengsl hversdagsmáls og vísindalegra hugtaka, skeikulleiki skynjunar-
innar, og tengsl rökfræði og heimspeki. Gengið er út frá því að flest vand-
kvæði sem mannleg hugsun ratar í megi leysa með agaðri greiningu á
hugtökum sem er með einhverjum hætti misbeitt í tungumálinu. Ógöng-
um fylgir sjálfsævisöguleg grein Gilberts Ryle. Greinin er merk heimild
um ævi og heimspeki hans, sem og um þær hræringar sem áttu sér stað
í heimspeki á fyrri hluta tuttugustu aldar.
16. Fernando Savater: Siðfræði handa Amador. Þýð. Haukur
Ástvaldsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan-Siðfræðistofnun, 2000. 201 bls.
Hvernig er best að lifa, hvert er hið góða líf? Þessi spurning er kjarni
þessarar bókar sem er í formi bréfs eða ritgerðar Fernandos Savater til
15 ára sonar síns. Bókin er því ekki fræðileg framsetning helstu sið-
fræðikenninga, þótt flestar þeirra beri á góma, heldur miklu heldur
vangaveltur um hvernig megi notfæra sér siðfræði til að lifa góðu lífi.
17. Sigmund Freud: Draumar og hugvilla. Þýð. Sigurjón Björnsson.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 96 bls.
Þetta nýjasta rit í bókaflokknum Sálfræðirit inniheldur fyrstu ritgerð
Freud um bókmenntaverk. Það er greining á sögunni Gradiva eftir Wil-
helm Jensen. í inngangi setur þýðandinn þetta verk í samhengi við
önnur verk Freuds ásamt því að veita lesandanum ýmsar gagnlegar
skýringar.
18. Sigurjón Árni Eyjólfsson: Guðfræði Marteins Lúthers. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 560 bls.
Þetta tímamótaverk í íslenskri kirkju- og trúarsögu er fyrsta heild-
stæða úttektin á íslensku á guðfræði Lúthers. Leitast er við að svara
spurningunum: Hvaða guðfræðihefð styðst Lúther við? Hvaða hefðum
hafnar hann? Hverjar eru helstu nýjungar í guðfræði hans. Einnig er í
bókinni ítarlegt yfírlit yfír sögu Lúthersrannsókna og gerð grein fyrir
helstu hugtökum í guðfræði hans.
121