Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 8
4
BÚNAÐARRIT
um álnar þykkir og tvíhlaðnir. Eg hef sérstaklega veitt
þessu eftirtekt urn eitt hús á Akureyri.
Nú mætti ætla, að einfaldir veggir gætu orðið nógu
hiýir, ef þyktin væri aukin að miklum mun. Þessu er
ekki þannig farið. Steypan þyrfti að vera að minsta
kosti 3 álnir á þykt, ef duga skyldi, og svo þykkir
steypuveggir yrðu auðvitað langt of dýrir.
Það má því hiklaust. fullyrða: Einfaldir steypu-
veggir, siéttaðir að utan og innan, geta elclá komið til
tals á sveitabœjum. Þeir verða langt of kaldir, nema
því verði komið við, að hita herbergin mjög rífiega
allan veturinn.
Tvötaldir veggir Það er alkunnugt, að loft er hlýjast
með tómu holi. allra hiuta, ef það ekki nær til að
hreyfast. Það mætti því ætla, að tvö-
faldir veggir með tómu holi milli útveggjar og innan-
veggjar væru hlýir, og það er tiitölulega auðvelt, að gera
slíka veggi úr steinsteypu.
Til þess að fara fljótt yfir sögu, er þetta að segja
um slíka veggi: Þeir eru mikil vörn gegn því, að vatn
gangi gegnum vegginn. Útveggurinn verður rakur
rigningum, innveggurinn helzt þur. Vegna þessa er
þessi veggjagerð víða not.uð í rigningaplássum, t. d. í
Björgvin í Noregi. Með þessu móti stafar og miklu
minni hætta af því, hve steinsteypan heldur ilia vatni.
Slíkir veggir eru og nokkru hlýrri, en munurinn er miklu
minni en flestir myndu ætla. Loftið er á einlægri
hreyfingu í veggjarholinu, og auk þess geislar hitinn frá
innveggnum út i ytri vegginn. Iílýindin aukast að svo
iit.lum mun, að vafasamt er, hvort holið svarar kostnaði
hvað þau snertir, þó hitt só víst, að veggurinn verður
nokkru hlýjari en ella. Mér er næst að halda, að um
tvöfalda veggi með tómu holi só svipað að segja og um
einfalda veggi: Þeir eru langt of kaldir fyrir sveita-
bcei til þess að vel sé.