Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 9
BÚNAÐARRIT
5
Þiljun veggja l’il þess að gera veggina hlýrri hafa
aö innan. margir gripið til þess, að þilja þá að
innan með timbri. Þetta eykur hlý-
indin til mikilla muna, og svara rúmlega þumlungs þykk
borð nálega til 10 þumlunga þykkrar steinsteypu. Ef
10" þykkur steinsteypuveggur er fóðraður að innan með
lVs" borðum, verða hlýindin j'ófn og veggnrinn heföi
verið steyptnr 20 þnml. þykknr, en að þvi skapi rainni,
sem borðin eru þynnri. Bilið milli þils og veggjar eykur
hlýindin lítið sem ekkert, og er því ástæðulaust að1 hafa
það stórt.
Ef þiljurnar eru ekki klæddar að innan með pappa
eða striga og pappír, er hætt við, að rakt lilýtt loft í
íbúðarherbergjum leiti út í gegnum rifurnar milli borð-
anna, leggi út að steinveggnum og valdi þar raka. í
einu húsi með gisnum þiljum og þunnum steypuvegg-
jum hef eg sóð bera svo mikið á þessu, að til vandræða
horfði. Suddinn rann auðsjáanlega niður kaldan útvegg-
inn i frostum, bak við þiljurnar, og feygði alt tró, sem
hann náði til.
Ef þess er gætt, sem fyr er sagt, að tæpast veitti
af 3 álna þykkum steypuveggjum til þess, að hlýindin
væru ákjósanleg, er það auðsætt, að einföld þiljun vegg-
janna, jafnvel þó úr heilum borðum sé, er engan veginn
nóg. Viðunandi geta slík hús verið með sæmilegri upp-
hitun á vetrum, en viðbúið er, að frjósi í herbergjunum,
ef frost er að nokkrum mun og ekki er lagt í. Eg er
sannfærður um, að ti! langframa verða menn ekki á-
nægðir raeð einfalda þiijun veggjanna. Þeir þykja of
kaldir, og raki gerir óðara vart við sig, ef ekki er lagt
í, t. d. á bak við rúm eða húsgögn, sem standa við
útveggi. Einkum tekur þetta til sveita, sem lítið elds-
neyti hafa annað en sauðatað.
Geta má þess, að síðustu árin hafa nokkur hús
verið þiljuð innan með gipsþiljum (kókolíþ), sem negldar
eru á trérenninga. Gipsþiljur þessar eru miklu kaldari