Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 10
6
BÚNAÐARRIT
en timhur, en hafa þann kost, að þær eru ekki eld-
fimar. Þær verða tæpast notaðar til sveita, meðfram
vegna þess, hve erfiðar þær eru í flutningi og brothættar.
Eini kosturinn er að þær brenna ekki.
Rimlun og Landar vorir í Vesturheimi fóðra út-
kalksléttun. veggi sína með því, að leggja granna
trérimla innan á útveggi með dálitlu
bili frá veggnum og slétta yfir þá með kalki og
sandblöndu. Þetta er ekki allskostar vandalaust verk,
svo öðrum er ekki trúandi fyrir því en vönum mönn-
um, sem verkið kunna. Á þennan hátt er myndaður
þunnur innveggur úr viði og kalksteypu. Hann svarar
að flestu til gipsþiljanna og er engu lakari. Hann er
ekki eldfimur, en mikilla hlýinda er ekki að vænta af
honum, sízl meiri en við almenna innþiljun. Eg tel því
að einfaldir steinsteypuveggir, ]>ó rimlaðir séu og kalk-
sléttaðir að innan, séu áreiðanlega of kaldir fyrir sveita-
hœi, ekki sízt ef mikill er skortur á eldsneyti.
Veggjatróð. Lang-hlýjasta veggjagerðin, sem vér
höfum haft af að segja, er sú, að þilja
húsin innan og fylla bilið milli þils og veggjar með
tróði (stoppi). Á þennan hátt má auka hlýindin stórkost,-
lega. Ef t. d. þurt sag er notað í veggjatróð, svarar
hver hálfur þumlungur í þykt tróðsins til 10" þykkrar
steypu. Ef t. d. 10" þykkur steypuveggur er þiljaður
að innan með heilum borðum, og bil milli þils og vegg-
jar eru 4 þuml. og fylt sagi, verða hlýindi þessi miðuð
við steinsteypuvegg:
Útveggur, 10" þykk steypa, svarar til 10" steypuveggs.
Sagtróð 4" þykt — — 80"--------------
Þiljur 1" þykkar svara til nál. 10"
Allur veggurinn 15" þykkur sv. til 100" þykkssteypu-
veggs.
Með öðrum orðum. 5 turril. þykt veggfóður (tróð