Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 14
10
BÚNAÐARRIT
inu sem stendur það, að flnna ráð til þess, að slíkir
veggir verði sem traustast og haganlegast af hendi leystir.
Þéttir útveggir. Svo sem fyr er sagt, verða útveggirnir
að vera ótvírætt. vatnsheldir, ef nokk-
urt vit á að vera í því, að láta tróð íaila fast að þeim.
Þetta er enginn hægðarieikur, eftir því sem fyr er
sagt um óþéttleik steypunnar, og sé holið steypt á venju-
legan hátt jafnframt útvegg og innvegg, eru engin tök
til þess að ganga úr skugga um, hvort útveggur er
heldur eða ekki, þaðan af síður að bæta úr þeim göll-
um, sem viðbúið er að sé á innhlið útveggsins. Meðan
vér ekki getum gert steypuna áreiðanlega vatnshelda og
erum vissir um, að vanir og vandvirkir menn vinni
verkið, er þessari aðferð alls ekki treystandi.
Yissasta ráðið til að sigia fyrir þessi sker er að
steypa ytri veggi hússins fyrst og hlaða innri veggina
á eftir. Þegar ytri veggir væru komnir upp, mætti
reisa húsið, setja glugga og hurðir í, svo það yrði fok-
helt, ganga tii fulls frá veggjunum að utan, fylla aliar
stærri holur og steypugalla innan á veggjunum og bursta
yflr þá að innan sterkri sementsblöndu, ef til vill með
einhverju þéttingarefni i. Síðan væri tryggilegast að
láta húsið standa þar til rigningar gengju og sjá hvar
vatn gengi gegnum veggina. Ef þess sæist hvergi vott-
ur, mætti líklega treysta útveggjum. Dræpi það í gegn
á stöku stað, mætti slétta þar yfir með vatnsheidri
sementsblöndu. Ef mikill hluti veggja virtist ekki tryggi-
lega vatnsheldur, yrði aðgerðin að vera að því skapi
rækileg, máske jarðbikun allra veggja að innan og olíu-
litun að utan. En hvort sem útveggirnir þyrftu lítillar
eða mikillar aðgerðar, yrði að ganga svo frá þeim, að
þeir sýndust gersamlega vatnsheldir. Fyr mætti ekki
hlaða innvegginn.
Eg geri ráð fyrir að útveggir væru hafðir þunnir,
en steypan sterk og vönduð sem bezt mætti, ekki þykkri