Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 15
BÚNAÐARRIT
11
en 6", en með grönnum styrktarsfcoðum að innan, ef
þess þætti þurfa, sérstaklega á stærri húsum1). Sé
steypan vönduð, er þessi þykt nægileg fyrir einlyft hús.
Þá gæti komið til tals, að nota í alla útveggssteypuna
þéttingarefni, Aquahar eða Cerecit, sem blandað er í
vatnið, sem notað er í steypuna. Nokkur kostnaðar-
auki væri þetta að vísu, en væri steypan jafnframt vel
af hendi leyst og efni gott, myndi veggurinn ótvírætt
vatnsheldur. Þá er og hugsanlegt, að þétta steypuna
með því að blanda deigulmó saman við vatnið. Einnig
mætti reyna sérstaklega að tryggja þær hliðar hússins,
sem vissu móti regnáttunum.
Kostirnir við að byggja utveggina fyrst eiu auð-
sæir: Steypuna í þeim má vanda sérstaklega og spara
heldur á innveggjum og milliveggjum. Það má sjá þá
hátt og lágt, áður innveggur er gerður, og endurbæta
eftir þörfum.
Innveggir. Þegar búið er að ganga frá útveggjum
að öllu leyti, og full reynsla er fengin
fyrir því, að þeir eru fyllilega vatnsþéttir, eru inn-
veggir bygðir. Eg hugsa mér að þeir nægi 4" þykkir,
að minsta kosti ættu 5'' að vera nóg. Þá mætti hlaða
úr steyptum steinum og gera þá úr svo þurri steypu,
að taka mætti strax úr mótinu, en mót og nægilega
marga botna ætti sveitarfélagið (búnaðarfélagið) að eiga.
Grannar styrktarstoðir gætu gengið út úr veggnum, þar
sem þörf væri, iil þess að gera hana stöðugri, inn í tróð-
holið. Þegar hleðslu veggjanna væri lokið, mætti slétta þá
að innan og vinna eitt.hvað að innangerð hússins, meðan
innveggur væri að þorna sæmilega.
1) Eg geri ráð fyrir að styrkleiki steypunnar sé ekki minni
en 1 liluti sements móti 3 af sandi og 5 af möl. Þó heflr fróður
maður fullyrt við mig, að þessi veggjaþykt muni kelst til litil
og ekki veita af 9 þuml., vegna pess hvc er/itt er hér að fá
vandað verk á stegpunni.