Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 17
BTJNAÐARRIT
13
hætta er á að hún skemmist, og endingin takmarkalaus.
En að sjálfsögðu er frágangssök að nota ösku, ef tróð-
holið er ekki algerlega vatnshelt, því auk annarar hættu
leysist mikið af öskunni upp í vatni.
Mómylsna er gott tróð, þó ekki sé hún eins hlý og
sag. í mónum eru efni, sem verja hann að mestu leyti
rotnun og fúa, og er því líklegt, að hann haldist að
mestu leyti óbreyttur um langan aldur.
Torf er án efa hlýtt tróð og mundi endast lengi í
þurru tróðholi. Á endanum býst eg við að það fúni og
verði að moldardufti, en veggnum stæði naumast hætta
af því, úr því bæta má í tróðholið að ofan. Ef tróð-
holið er alt fylt á eftir, yrði að grauta torfinu sundur,
svo það gæti hrunið niður holið, en sjálfsagt væri áhættu-
laust að leggja torfið niður í það jafnframt þvi sem inn-
veggurinn væri hlaðinn upp. Nokkur hætta virðist mér
á því, að toríið rýrnaði til muna með aldrinum, svo rifur
mynduðust þar sem það lægi að múr.
Þur mold ætti að vera nýtilegt tróð, ef ekki er
annað betra fyrir hendi. Bezt væri þá að nota juita-
leifalitla „dauða“ mold, til þess að síður flyttist mikið
með af efnum sem rotna, möðkum og öðrum lifandi
smáverum. Ef mold er notuð, geri eg ráð fyrir að tróð-
holið væri haft allvítt (12—14'').
Margt fleira gæti komið til tals, t. d. þur deigulmó-
mylsna, en á því er lítill vafi, að alstaðar má finna
nýtilegt efni i tróð, og enginn útborinn eyrir þarf að
ganga í það. Líklegustu tróðefnin þyrfti að rannsaka
vandlega, svo menn vissu gerla um hlýindi þeirra o. fl.
og gætu sniðið tróðhólsvíddina eftir þeim.
Samtenginy út- Vegna hlýindanna. væri æskilegast, að
og innveggja. útveggir og inuveggir væru sem minst
tengdir saman, en auðvitað styrkjast
þeir, t. d. gegn jarðskjálfta, að því skapi, sem þeir eru