Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 20
16
BÚNAÐARRIT
3. Ef styrktarstoðir þættu ekki nægileg trygging
gegn jarðskjálftum og hliðarþrýsiing þungs tróðs, mætti
hinda útvegg og innvegg saman á ýmsan hátt með hæfl-
legum millibilum. Á þriðju mynd er sýnd aðferð, sem
spillir hlýindunum tiltölulega lítið.
Kjallaraveggir hljóta að vera að minsta kosti jafnþykkir
öllum veggnum, útvegg, tróðholi og inn-
vegg. Ef þeir væru gerðir úr steinsteypu, færi mikið
efni í þá, þegar þyktin væri hátt upp í alin. Yitaskuld
mætti raða stórum steinum í steypuna og drýgja hana
þannig. Þá mætti og vel fara að hlaða ytra borðið úr
laglegum einkennilegum steinum, sem lagðir væru i
steinlím, og þyrfti lítið að laga þá, en ekki dygði að nota
annað en hart og haldgott grjót. Ef laglega er gengíð frá
slikunr veggjum úr óreglulega löguðu grjóti, geta þeir
orðið mjög fallegir, en ekki geta aðrir en vanir múr-
smiðir leyst verkið af hendi. Þá mætti og steypa
kjallaraveggi tvöfalda og tengja þá saman að ofan, svo
tróðið fengi steypupall til að hvila á. Þetta sparaði
steypuefni, og veggirnir yrðu væntanlega öllu betri, en
verkið nokkru meira.
Kostnaður. Eg býst við að sumir segi: Þetta er
nú alt blessað og gott, en öil þessi
margbrotna veggjagerð hlýtur að vera dýr, dýrari en
svo, að allur almenningur geti liagnýtt sér hana. Eg
held að kostnaðurinn verði ekki verulega meiri en nú
gengur og gerist. Mikið fer þetta þó eftir þvi, hvort
bóndinn getur unnið að mun sjálfur með sínu fólki eða
verður að kaupa verkamenn og smiði til alls.
Utveggirnir heimta sömu fyrirhöfn og venjulegt
er. Nauðsynlegt er að vanur maður vinni að steypunni.
Steypuefni þarf minna, vegna þess hve veggirnir eru
þunnir, aftur tiitölulega sterka steypu, en hún er sjálf-
sögð í y/.ta lagið hvort sem er, ef vatnið á ekki að hripa