Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 23
BÚNAÐARRIT
19
blæs inn um. Algengt er að hafa vængjahurðir í úti-
dyrum, en kælingin verður að því skapi meiri, sem
hurðin er stærri.
Gluggagættin. Eg hygg að oft sé hroðvirknislega geng-
ið frá gluggagættum. Stundum eru þær
fyltar sementsblöndu og smásteinum, stundum troðið
í pær haldlitlum efnum, tréspónum og því um liku.
Bezt er að troða tjöruhampi í gættina, og eru líkindi tilr
að hann endist lengi. Lítill vafi er þó á því, að með
tímanum verða allar troðnar gættir óþéttar og þyrftu
að þéttast á ný.
Eg hef séð eina aðferð hér i bænum, til þess að
tryggja betur gluggagættina, á húsi, sem Finnur Thorla-
cius smiður bygði, og er hún líklega góðra gjalda verð.
Gluggagatið á múrnum var steypt með grópi eða stalli
fyrir karminn að ofan og til hliðanna, hór um bil ] þml.
djúpu, svo múrinn utan karmsins gekk inn á hann, sem
stallinum svaraði. A þennan hátt verður gættin krók-
beygð og blasir ekki eins við stormi og regni. Sérstak-
lega er gættin ofan gluggans miklu betur trygð fyrir
vatni, því þar gengur múrbrúnin niður á karminn, og
vatn kemst tæplega inn í gættina.
h. mynd.
Veggjarsjiotti með gluggagati.
Grróp í yegginn fyrir gluggakarm.
Ef vel ætti að vera, þyrfti að vera greiður aðgang-
ur að gluggagættunum, svo athuga mætti á hæfilegu
árabili, hvort þær eru þéttar, og þétta þær ef þess þyrfti
við. Ef stallur er í gluggaopi fyrir karminn, verður ekki
komist að gættinni að utan (nema undir gluggunum), og
2*