Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 25
BÚNAÐARRIT
21
staka væna pípu fyrir kalt loft, og láta hana opnast
undir ofninum eða fyrir aftan hann, svo loftið geti
fremur lilýnað um leið og það streymir inn. Annars
hættir kalda þunga loftinu við, að falla niður á gólfið
og gera gólfkulda. Ef ekki er um sérstaka, loftpípu að
gera, má bjargast við vel umbúin vindaugu á veggjum,
en fyrir því verður að sjá, að auðvelt só að opna þau
og loka, hvernig sem veður er. Til þessa er ýmiskonar
þægilegur útbúnaður, ekki mjög dýr. Með hagsýni mætti
og smíða fullgóð trélok.
Útidyrakuldinn. Þess er fyr getið, að dyragættin skuii
þétt, og vel frá henni gengið. Stærð
útidyrahurðar er venjulega helzt. til rífleg, og vængja-
hurðir er heimska að nota. Það er þýðingarlaust og held-
ur ekki til prýði, að hafa útidyrahurðina miklu stærri
en aðrar hurðir í húsinu. Útidyrahurð er nægilega breið,
ef hún er fullir 32". Almennar herbergishurðir ættu
ekki að vera breiðari en 30", og heldur minni, ef um
smá herbergi er að ræða. Stór hurð fer illa í litlu
herbergi og eykur mikið kulda. Aftur ættu útidyra-
hurðir að vera heldur þykkar og sterkar, en af einfaldri
laglegri gerð. Glerrúður er ekki vert að setja i þær að
nauðsynjalausu, og ef þess gerist þörf, þá smáar einfaldar
rúður í efsta þriðjung hurðarinnar. Þetta er hlýrra,
minua brothætt og fer betur.
Eins og allir vita eru einar eða tvær hurðir í bæjar-
göngum vorum, og alla jafna sig á þeim, svo þær geti
skelst aftur. Þær eru nefndar skellihurðir og eru hafðar
t.il hiýinda. Það er án efa nauðsynlegt, að hafa eina
slíka skellihurð, þó sig ætti ekki að þurfa á hana, skamt
fyrir innan útidyrahurðina. Annars stendur kuidastrokan
inn um alt húsið, þegar útidyrnar eru opnaðar. Hurð
þessi þaif, eins og reyndar allar hurðir, að vera vönduð
og þétt, úr allþykku efni, því hún á að taka móti kuld-
anum í forstofunni, milli hennar og útidyranna. Ef ekki