Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 34
30
BÚNAÐARRIT
minna en gevt er, en þó hygg eg að húsmæður okkar
mundu stundum sjá sér færi á að spara eldiviðinn meira
en oft á sér stað, ef þær einungis gerðu sér Ijóst, að-
hér er um stórfé að ræða fyrir hvern búandi mann í
landinu, sem getur haft veruleg áhrif á allan efnahag
bænda þeirra.
En það eru iíka til aðrar ieiðir til að spara eldi-
viðinn en að elda minna en gert er alment. Að vísu
er það léttara fyrir okkur karlmennina að gera kröfurnar
til kvenfólksins um sparnað; en ef okkur er málið áhuga-
mál, þá getum við rétt því hjálparhönd, með því að
leggja því þannig löguð éldtœlci upp i hendurnar, sem
gera auðið að spara, því þá verða líka sparnaðarkröfur
okkar réttmætari.
Af þannig iöguðum eldtækjum vil eg fyrst og fremst
nefna göður eldavélar.
Eg veit að vísu, að í heilum héruðum þessa lands-
hafa verið keyptar eldavélar á hvert heimili, og að þeim
fjölgar ár frá ári; en ennþá eru þó alt of mörg heimilir
og jafnvel heilar sveitir, sem varla þekkja annað en
opnu hlóðirnar milli hlóðarsteinanna, þar sem reykurinn
hverfur út um stromp á þakinu, en er ekki leiddur upp-
um lokaðan reykháf. Eg hef orðið þess var, að skoð-
anir manna eru nokkuð á reiki um það, hvort muni
eyðast meiri eldiviður í opnum hlóðum eða eldavéL
Þannig hef eg spurt 12 konur, hver só reynsla þeirra í
þessu efni, og fengið mjög ó’úk svör. Sumar segja að
efalaust eyðist meira í opuum hlóðum, og aðrar að efa-
laust eyðist meira í eldavélum; en sem ályktun og
niðurstöðu af öllum þessum viðræðum og íleiri athug-
unum hef eg fengið það, að þegar um litla eldamensku
er að ræða og aðeins einn eid, geti verið álitamál, í
hvoru eldstæðinu muni eyðast meira; en þegar um
mikla eldamensku er að ræða og margskonar soðningar,
þá notist hitinn betur í eldavélum en ef menn t. d. þurfa
að hafa fleiri en einn eld í opnum hlóðum. Þó hafa