Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 36
32
BÚNAÐARRIT
um á ári, og ætti því öll kolaeyðsla yfir árið að nema
alt að 330 krónum, eða rúmum 10 krónum á hvern
mann. Ef til vill ógnar mönnum þessi fjárupphæð, og
því er sízt að neita, að hún er há; en það þakka eg
okkar góðu eldavél, að hún er þó ekki mikið rneiri en
þetta. Annars væri vel farið, ef fleiri fengjust til að
yfirvega þetta mál og skýra frá reynslu sinni opinber-
lega, því eitt er víst., að árlega ganga háar fjárupphæðir
í gegnum greipar okkar, þar sem um eldiviðinn er að
ræða, og þar sem okkar innlenda eldsneyti, sauðataðið,
er notað til eldiviðar, nemur verðmæti þess sízt minni
fjárhæð, eins og síðar verður ieitast við að sýna fram á.
Nei, takmark okkar hlýtur að vera, að göð éldavél
komist inn á hvert heimili í landinu.
Annað atriði í sparnaðarviðleitninni er það, að eiga
gasbrenni (Primus). Eg held að hann sé hreinasta bú-
mannsþing og þjóðráð að nota hann meira en nú tiðkast.
Þegar skjótlega þarf að taka til eldsins og lítið þarf að
elda, þá er gasbrennarinn einkar-hentugt áhald. Hann
er reiðubúinn til notkunar hvenær sem vera skal. Á
örstuttum tíma er hægt að kveikja á honum og hita
sér kaffi og annað góðgæti, og svo má slökkva á hon-
um samstundis og notkuninni er lokið, og þá eyðist
ekkert eldsneyti um þarfir fram til uppkveikju eða eftir á.
Þar sem fátt fólk er í heimili, held eg að róttara væri
að hita morgunkaffið (sé það notað á annað borð!) á
gasbrenni og sömuleiðis miðaftanskaffið, en kveikja ekki
upp í eldavélinni fyr en farið væri að sjóða miðdegis-
matinn og halda svo eidinum ekki opnum fram yfir
miðaftan.
Góðir gasbrennar fást fyrir 8—16 krónur.
Þriðja og þýÖingarmesta atriðið í sparnaðarviðleitn-
inni er moðsuðan. Sú aðferð, að sjóða í moði eða heyi,
hefur lengi þekst í öðrum iöndum og verið notuð þar,
en alt til þessa hefur hún alt of lítið verið notuð hér á
landi, að minni hyggju. Menn hafa óttast að maturinn