Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 37
fiÚNAÐARRIT
33
soðnaði ekki, af því að vatnið syði ekki eða hreyfðist
ekki. En það er misskilningur. Það er hiti vatnsins,
en ekki hreyflng þess, er sýður matinn. Tilgangurinn
með því að sjóða matinn er sá, að gera hann auðmelt-
ari og bragðbetri, en þó einkum að gera hann óskað-
legan til neyzlu, með því að eyða sóttnæmi því, er í
honum kann að felast, s. s. ýmsum hættulegum bak-
terium eða gerlum, og það er hitinn, en ekki hreyfing
vatnsins, er eyðir sóttnæminu og orsakar aðrar breyt-
ingar, er verða á matnum, þegar hann er soðinn. Þess
vegna soðnar maturinn ekki fyr, þó að „miklu sé bætt
undir pottinn" og ósköpunum öllum sé brent, eftir að
suðan er komin upp, því úr því hitnar maturinn eða
vatnið ekki meira, hversu mikið sem kynt er. Eftir að
suðan er komin upp eyðist allur hitinn til þess að breyta
vatninu í gufulíki. Það gufar þá að eins upp, en hiti
þess vex ekki um eitt stig. Við víst hitastig þarf mat-
urinn ákveðinn tíma til að soðna, og sá tími verður
jafn-langur, hvort sem potturinn stendur á hlóðunum
eða við byrgjum hann vel niður, svo hitinn geymist og
haldist jafn í honum, en rjúki ekki burt.
Allur sá eldiviður, sem eytt er eftir að suðan er
komin upp, að eins til að halda suðunni við, eyðist því
beint til ónýtis. Verð hans tapast fyrir ekki neitt, og
það nemur efalaust mjög miklu, sem við gætum sparað
með því að halda suðunni ekki við yfir eldinum, heldur
byrgja matinn vel niður, þegar hann hefur soðið stundar-
korn, og mætti þá fara að nota eldinn til annars, eða
fela hann strax að öðrum kosti, svo að eldiviðurinn eyð-
ist ekki um þarfir fram.
Moðsuðan hefur erlendis gefið tilefni til vísindalegra
rannsókna, svo mikilsverð þykir hún þar, þar sem þó
auðurinn er meiri og eldsneytið ódýrara en hjá okkur.
Moðsuðuna má nota við hverskonar matsuðu, hvort
heldur kjöts eða grauta, einkum þó við grautartilbúning,
því hitinn í grautarpottinum verður jafnari við moðsuðu
3