Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 38
34
BÚNAÐARRIT
en yfir eldi. Pyrst eftir að suðan byrjar og meðan graut-
urinn er þunnur, þá er suðan ör. Grauturinn hitnar
af eldinum, sem undir er, og hitinn leiðist upp eftir, og
hreyfingin hjálpar til að blanda í pottinum, svo hitinn
verði alstaðar jafn, en þegar svo suðan heldur áfram og
grauturinn þyknar, veiður hreyfingin minni, og þá bland-
ast ekki eins í pottinum, en vegna þess að maturinn
kólnar ofan frá, getur orðið mikiil munur á hitastiginu
við yfirborðið og niður við botninn. Yið danskar athug-
anir1) kom það í ljós, að í skamti handa 6—8 manns
var hitinn niður við botninn 100°, en 1 þumlung ofar
að eins 90° og undir yfirborðinu 65°. Svo þegar búið
var að hræra í pottinum, var hitinn ekki nema 75°, eða
25° undir suðumarki. Hór á Hvanneyri hef eg mælt
20° hitamismun undir yfirborði og niður við botn. Þessi
mikli hitamismunnr tefur mjög fyrir suðunni og gerir
hana ójafna. Aftur á móti verður hitinn algeriega jafn
alstaðar í pottinum, só hann byrgður niður, og þá þarf
húsmóðirin ekk.i heldur að standa yfir honúm með þvör-
una i annari hendinni, til þess að hræra í og skafa skóf-
irnar frá botninum, því með moðsuðuaðferðinni brennur
alls ekki við, og er það ekki lítill kostur.
Moðsuðuna má líka nota við kjötsuðu. Þó að kjöt
sé soðið í potti yfir eldi, þarf það þó all-langan tíma til
að soðna. Það er aðallega vegna þess, að kjöt leiðir
hita svo afskaplega illa, og séu kjötbitarnir stórir, þurfa
þeir að sjóöa í margar klukkustundir, áður en þeir hitna
1 gegn. Þetta sóst glögt á eftirfarandi töflu, sem er
niðurstaða af dönskum rannsóknum á þessu atriði2).
1) Sjá E. Möller-Holat.: Landbrugs-Ordbog, III, 519.
2) Möller-HoUt.: Landbrugs-Ordbog, III, 518.