Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 40
36
BÚNAÐARRIT
Á töflunni sjest, að hitinn innan í kjötbita, er vegur
3,2 pd., er ekki orðinn 70° fyr en hann hefur soðið í
hálfa aðra klukkustund, og að kjötbiti, er vegur 16
pd., nær ekki sama hitastigi fyr en eftir 5 stunda suðu.
Svona langan tíma er kjötið að hitna í gegn. Á töfl-
unni sést einnig, að kjötið heldur áfram að hitna að
innan. jafnvel alt að því í klukkutíma, eftir að það er
tekið upp. Það sem þannig ræður hitastigi kjötsins er
stærð bitanna og sá tími, er heita vatnið verkar á það.
Smáhöggvið kjöt þarf því minni suðu en stórhöggvið, og
sparar okkur þannig eldivið; en vegna þess að suðuhiti
vatnsins er ákveðinn, get.ur enginn tími unnist, þó að
hert sé á suðunni. Menn verða einungis að bíða eftir
því, að hita vatnsins leggi í gegn um kjötið, og það
getur orðið alt að því á jafnskömmum tíma, hvort sem
það er byrgt niður eða það stendur yfir eldi. Þó þarf
vatnið helzt að vera all-mikið, því að öðrum kosti mundi
það kólna um of við að hita kjötið upp, sem oft getur
verið all-kalt að innan, þó að það um stund hafi legið
i sjóðandi vatni.
Þar sem moðsuða hefur verið viðhöfð hér á landi,
veit eg að menn hafa sumstaðar byrgt pottinn niður í
moðbing, og hefur þá oft viljað koma óbragð að matn-
um. Sumstaðar hafa menn vafið þá með sængurfötum
o. fl., og hefur það að sjálfsögðu sömu áhrif; en þar
sem samskonar suðuaðferð er notuð erlendis, er ætið
notaður tvöfaldur trékassi, með tvöföldu, þéttu loki, er
fellur niður í kassann ofan frá. Stærð hans fer eftir
því, hve stóran pott honum er ætlað að geyma. Botn,
hliðar og iok kassans er alt stoppað með heyi eða hálmi,
og er hæfileg þykt þess 2 þuml. Áríðandi er að stoppið
sé vel þurt, en annars gildir nokkurn veginn einu, hvað
notað er í stopp. Tilraunir hafa verið gerðar með bóm-
ull, ull, hey, hálm og fleiri efni, og var mjög litill munur
á þeim. En vegna þess að stoppið verður auðveldlega
rakt af vatnsgufu úr pottinum, getur verið nauðsyn á