Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 42
38
BÚNAÐARRIT
er sá hiti, sem það gefur, og hitamagnið er mælt í svo-
nefndum hitaeiningum. Ein kilógramm-hitaeining er þannig
það hitamagn, er þarf til að hita 1 kílógramm af vatni
um 1° C. Alt eldsneyti inniheldur kolefni, og sumt
einnig nokkuð af vatnsefni og fleiri efnum. Þegar elds-
neytið brennur, ganga efni þess í samband við súrefni
loftsins, og myndast þá kolsýra af kolaefninu og vatn
af vatnsefninu. Við þessa efnasameiningu myndast nú
eldurinn og þessi mikli hiti, sem honurn er samfara.
Hitagildi eidsneytisins fer þá eftir innihaldi þess af þess-
um brennanlegu efnum, og sömuleiðis nokkuð eftir því,
hvernig sambönd efnin mynda innbyrðis. Raki þess
hefur afiur á móti einna mest, áhrif á það, hve mikið
getur notast af því hitamagni, er myndast við brunann.
Því meira vatn sem eldsneytið inniheldur, því lákara er
það, því að því meira af hitanum eyðist til að breyta
vatninu í vatnsgufu, og ekkert af þeim hita. getum við
hagnýtt í eldstæðunum. Þess vegna má tala um tvenns-
konar hitagildi eldsneytisins. Það er fyrst og fremst
brunagildi þess, sem er alt það hitamagn, er myndast,
við brunann og finna má með útreikningi eftir efna-
samsetningu eldsneytisins eða með hitarannsóknum, og
i öðru lagi hið eiginlega notagildi þess, sem er hið
reiknaða brunagildi, að frádregnu því tapi, sem óhjá-
kvæmilegt er við eimingu vatnsins. Notagildi þess er
þannig það hitamagn, sem ætla má að komi að notum
í venjulegum eldstæðum. Til þess því að geta gert rétt-
mætan samanburð á milli eldsneytistegundanna.þarf að líkja
saman notagildi þeirra, með því að athuga, hve margar
nothæfar hitaeiningar hver þeirra um sig get.ur gefið.
Þetta hefur nú verið rannsakað erlendis í þeim elds-
neytistegundum, sem þar er um að ræða, bæði ýmsum
kolategundum, mó, við eða brenui o. s. frv., og sam-
kvæmt þeim rannsóknum er efnasamsetning og hitagildi
ýmsra eldsneytistegunda eins og sést á eftirfarandi töfiu1).
1) Sjá Th. Madsen-Mygdal: Landbrugets Ordbog I, bls. 400.