Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 44
40
BÚNAÐARRIT
Það séat þannig á töflu þessari, að eldsneytið er
mjög ólíkt að efnasamsetningu og misjafnt að gæðum,
en nú getur hún ekki urn það eldsneytið, sem við not-
um mest af, sauðataðið, og auk þess er okkar mór ann-
ars eðlis en erlendur mór, og enn fremur eru steinkolin
svo margvísleg, að af ofanritaðri töflu er ekki hægt að
ráða, hvers virði þau steinkol muni vera, er flytjast
hingað til lands.
Til þess að fá úrlausn á þessum atriðum, verðum
við því að leita til innlendra rannsókna, þó að við höf-
um að eins við fátt og lítið að styðjast í þeim efnum.
Beztu steinkol Reykjavíkur telur Ásgeir Torfason að
gefi 7190 hitaeiningar, og með því að verð þeirra kola
er þekt, verða þau lögð til grundvallar við þann saman-
burð, er hér fer á eftir.
Hvað öðru eldsneyti viðvíkur, þá veit eg að gerðar
hafa verið 17 rannsóknir1) af íslenzkum mó, og eru þær
allar gerðar af Ásgeiri Torfasyni efnafræðingi í Reykjavík.
Sýnishornin af þeim mó, er rannsakaður hefur verið,
hafa langflest verið úr Reykjavík og þaðan úr grendinni,
en sum hafa þó verið af Vesturlandi, og hafa þau yfir-
leitt reynst betri, því að þau hafa verið öskuminni. —
Yflrleitt virðist innlendur mór vera öskumeiri og hita-
minni en erlendur mór. Lakastur mór, er rannsakaður
hefur verið, er frá Rauðarárholti, og gaf hann 1174 hita-
einingar, en beztur mór er frá Kolgröfum, og gaf hann
4080 hitaeiningar. Er hann þannig meir en þrefalt
betri en hinn. Líklegt er að mórinn á Norðurlandi og
Austurlandi sé svipaður að gæðum og á Vesturlandi, en
tiltölulega betri en fyrir sunnan, því öskumagnið er
meira i mónum fyrir sunnan en fyrir vestan. Getur
Ásgeir Torfason þess til, að mikið af öskunni sé eld-
fjallaaska, en öskufall er tíðara, á Suðurlandi en 1 öðrum
landshlutum. En vegna þess að flest sýnishornin af
mónum, er rannsakaður hefur verið, hafa verið tekin í
1) Sjá Eimreiðina XI. ár bls. 40, og Búnaðarrit 20. ár bls. 118.