Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 45
BÚNAÐARRIT
41
kringum Reykjavík, er ekki óhugsandi, að meðaltal
þessara rannsókna verði heldur lágt fyrir landið í heild
sinni, en á meðan ekki fást fleiri rannsóknir víðsvegar
að á landinu, verður ekki annað réttara fundið. Ef til
vill gæti það líka vegið á mótí því, sem þannig getur
verið vantalið, að hitagildi mósins er reiknað út í mó
með 20°/o af vatni, en það vatnsmagn er sennilega
heldur lítið, og notagildi mósins að sama skapi minna.
Meðal-hitamagn mósins eftir þessum 17 rannsóknum er
2891 hitaeining, og verður stuðst við það í samanburð-
inum á eldsneytinu hór á eftir.
Þriðja eldsneytistegundin, sauðataðið, hefur nú alt
til þessa ekki átt upp á pallborðið hjá vísindunum, en
nú nýlega hefir þó Ásgeir Torfason rannsakað eitt sýnis-
horn héðan frá Hvanneyri1), og með því að þar er bæði
fullkomin efnagreining og ákvörðun á hitagildi taðsins,
er rannsóknin einkar-eftirtektaverð og lærdómsrík.
Samkvæmt þessari rannsókn er hitagildi taðsins 3420
hitaeiningar. Hér er að vísu að eins um einstaka rann-
sókn að ræða, og getur mönnum því virst hæpið, að
draga almennar ályktanir út aí henni, en fleiri rann-
sóknir veit eg ekki til að gerðar hafi verið, og verður
því að byggja á henni að svo komnu.
Hér með er því fenginn samanburðar-grundvöllur
fyrir verðmæti þessara eldsneytistegunda, því sama var-
an verður ætíð að hafa sama markaðsverð á sama stað.
Hér er það hitinn í eldsneytinu, sem við kaupum, og
með því að kolin hafa ákveðið markuðsverð, þá getum
við reiknað verð hinna efnanna eftir því, og sjáum við
því, að verðmæti mós er 2891 : 7190 = 0,40 á móts
við steinkol Reykjavíkur, en verðmæti sauðataðs 3420 :
7190 — 0,50 (nákvæmlega 0,48).
Til þess nú að finna peningaverð 1 hestburðs (100
kg.) af mó og sauðataði, sem notast á til eldsneytis,
verðum við að margfalda verð steinkolanna með þessum
1) Sjá Búnaðarrit 1911 bls. 286—288 og bls. 313 — 314.