Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 46
42
BÚNAÐARRIT
tölum, og þá má ekki gleyma því, að verð kolanna
stígur, þogar þau eru flutt upp 1 sveitir, en hve mikið
verð þeirra stígur, fer eftir vegalengdinni til kauptúnsins.
Sem sýnishorn af slíkum útreikningi má taka þetta:
Sé kolaverðið í kaupstaðnum kr. 4,50 fyrir skip-
pundið, kostar hestburðurinn = kr. 2,81.
Sé nú flutningskostnaðurinn t. d. 1 króna á hestburð-
inn, kostar hestburðurinn af kolunum heimfluttum
2,81 -j- 1,00 =kr. 3,81, og þá er hið rétta peningaverð
mós 3,81 X 0,40 = kr. 1,52, og peningaverð sauðataðs-
ins 3,81 X 0,50 — kr. 1,90 (nákvæmar 3,81 X 0,48 =
1,83) á einum hestburði samanborið við steinkol.
Þetta er að eins tekið sem dæmi þess, hvernig
menn geta reiknað út, hvers virði mór og sauðatað er
til eldsneytis á hverjum stað, eftir því hvar bæjum er
í sveit komið.
Þar sem mótak er á bæjum, ætti því að borga sig
að taka hann, þó að hagnýting hans nemi 0,40 af verði
þunga hans í kolum heimfluttum, en kosti mórinn meira
hagnýttur og heimreiddur, borgar sig betur að kaupa kol.
Hér hafa nú kolin verið lögð til grundvallar fyrir
samanburðinum, og verð hinna eldsneytis-tegundanna
reiknað eftir því, en á sama hátt mætti alveg eins leggja
hvort hinna efnanna sem vera skyldi til grundvallar.
Sé um móinn að ræða, verður að miða við framleiðslu-
kostnað hans, eða hve mikið kostar að vinna hann og
hagnýta að öllu leyti og koma honum í hús, og þá fæst
peningaverð sauðataðs með því, að margfalda framleiðslu- ,
kostnað mósins með BA eða 1,25, og kolaverðið fæst
með því, að margfalda með 2,5. Kostnaðurinn við að
hagnýta móinn er nú afar-mismunandi á ýmsum stöð-
um, svo sitt gildir í því efni á hverjum stað. Einn
bónda hef eg heyrt segja, að hestburðurinn kosti sig í
mesta lagi 0,40, og þá stendur hann sig ekki við að
greiða nema 0,40 X 1,25 = 0,50 krónur fyrir hestburð-