Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 53
BÚNAÐARRIT
49
tneira en til hálfs, og kosta þær eftir stærð 500—1200
krónur. En svo að hægt sé að nota þær, verður að hafa
gufuvól eða mótor til þess að hreyfa þær. Og til þess
að fullþurka ullina þarf að hafa þurkklefa með þurkunar-
áhöldum; og gufuketili yrði að fylgja slíkri þvottastöð.
En til þess að þurfa ekki að tvíþurka ullina, yrði
að hafa þurkvél, sem hægt er að láta ullina í og þurka
hana eftir hæfilega stuttan tíma.
Slíkar vélar eru til, en hvað þær kosta hefi eg ekki
getað fengið upplýst enn, og gera má ráð fyrir því, að
eitthvað verði að breyta þeim, til þess að þær komi að
fullum notum hér á landi. Annars mun eg skrifa ítar-
legar um stórar þvottastöðvar, að fengnum nægilegum
upplýsingum.
Þá kemur til álita, hvort ekki ætti að hafa ullar-
þvottastöðvarnar smærri og fleiri, þannig að eftir stað-
háttum og beitarlandi sóu ein og tvær stöðvar í hverri
sveit, og að fyrirkomulagið sé að mestu sniðið eftir
fyrirsögn þeirra manna, sem hafa margra ára reynslu í
þessu efni (sbr. ritgerð mina í Búnaðarritinu f.á. bls. 157.).
Eg vil því lauslega lýsa því, hvernig eg hefi hugsað
mér fyrirkomulagið á slíkum ullarþvottastöðvum. Eg álít,
að stærð hússins verði að fara eftir þvf, hve mikla ull
eigi að þvo í því, þar sem gera má ráð fyrír, að nauð-
synlegt sé að geyma ullina nokkurn tíma, eftir að hún
er þvegin og þurkuð.
Eg hefi hugsað mér ullarþvottahús 20 álnir á lengd
og 10 álnir á breidd, veggjahæð 5 álnir, en risið sé að eins
nægilegur vatnshalli. Utan á grindina só slegið járnþynnum.
Húsið á að standa við á eða læk, þar sem auðvelt
er að veita vatni eftir rennu inn í húsið, til notkunar
við ullarþvottinn.
í húsinu só eldstæði og yfir því innmúraður járn-
pottur, sem rúmar jafnmikið vatn og nægir til þess að
brúka í einn þvott í bleytikerið.
Eg ætlast til að slanga liggi frá vatnsrennunni,
4