Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 54
50
BÚNAÐARRIT
svo hægt sé að fylla pottinn af vatni yfir eldinum, án '
þess að þurfa að taka hann af eldstæðinu. Þegar hitinn
í vatninu er kominn upp í akveðið hitastig, skal opna
krana á hiið pottsins og Játa vatnið fara yfir i bleyti-
kerin, sem standa eiga nálægt eldstæðinu. Þessi bleytiker
ætlast eg til að séu tvö, og standi sitt hvoru megin
við eidstæðið, svo að afrenslispípurnar þurfi ekki að vera
langar, og ætlast eg til, að með því að hafa bleytikerin
tvö megi byrja á að undirbúa þvott í annað kerið, meðan
þvegið er úr hinu. Á þann hátt getur þvotturinn haldið
tafarlaust áfram. Bleytikerin má smíða úr tré, og þurfa
að vera sem næst 69" á lengd og 46" á breidd og 33"
á dýpt; þó fer það eftir því ullarmagni, sem á að þvo-
við hverja þvottastöð.
Við endann á vatnsrennunni á að hafa grunnan
trékassa, ekki dýpri en það, að þvottakonurnar geti
hæglega náð til botns, án þess að liggja með bringuna
á brúnum kassans. í þessum flatbotnaða kassa á að
hafa tvo botna, og skulu vera smá göt á efri botninum,
svo að öll óhreinindi, sem losna úr ullinni, fari strax
niður í rúmið á milli botnanna og þaðan svo )>urt i
gegnum írárenslisopið.
í þetta þvottaílát á að renna aðal-vatnsæðin, og á
rennustokkurinn að liggja hærra en þvottaílátsbrúnin,
svo að á ullinni verði snarpur straumur. Við það þvæst
ullin betur, þegar bæði straumurinn og þvottakonurnar
vinna saman að því, að hreyfa uilina í kalda vatninu,
eftir að hún hefir legið í bleytikerinu.
Eftir að ullin er fullþvegin skal bera hana jafnótfc'
út á þurkvöllinn, á þar til gerðum kassa-börum, sem
að eins eiga að brúkast við ullarverkun.
Þar sem slíkar þvottastöðvar eru settar á stofn skai
ávalt gæta þess, að þar sé þurkvöllur bæði nógur að
víðáttu, og að það séu valllendisbalar, sem spret.ta seint,
og þar sem lítil umferð er af mönnum eða skepnum;
annars verður að afgirða afmarkaðan þurkvöll fyrir ullina.