Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 55
BÚNAÐARRIT
51
Til þess ab koma algerlega i veg fyrir, að gras
komi í ullina, rusl eða annað eftir þvottinn, þá má hafa
þar til gerðar grindur undir ullinni á þurkvellinum. Það
ver ullina fyrir rusli og grasi, og þornar húr. þá einnig fyr.
Auðvitað heflr það talsverðan aukakostnað í för
með sér, en þegar sá kostnaður er borinn saman við
aðferð þá, sem brúkuð er annarsstaðar við ullarþurkun,
af þeim sem hafa líka ull og vér höfum — en hún er sú,
að ullin er þurkuð á mannhæðar háum strengjum, —
þá gætir þessa kostnaðar lítið, því ef vel er farið með
þessar grindur, þá endast þær lengi.
Það er skoðun mín, að með samvinnu og vandvirkni
geti þessi algengi þurkvöllur komið að fulium notum,
og ættu menn því að reyna sem ódýrastan útbúnað við
ullarþvottinn, en leggja meiri áherzlu á samvinnuþvott,
og að það sé vandvirkt fólk, sem að honurn vinnur.
Þegar ullin er orðin þur, skal bera hana á börurn
inn í flokkunarklefana; þar verður hún flokkuð eftir
þeim reglum, sem settar verða. Því næst verður hún
látin í þá sekki, sem notaöir eru til útflutnings, og skal
þvottastöðin setja merki sitt á hvern sekk, og segir
merkið til, hver tegund af uil er í honum. Það á að vera
næg trygging fyrir kaupandann um gæði ullarinnar, hvort
sem ullin er seld innlendum eða útlendum kaupanda.
Þannig lagaðar þvottastöðvar verða miklu ódýrari
en hinar stærri, enda geta þær ekki unnið jafn-mikið
og vænta má af þeim dýrari og stærri. En með smærri
stöðvum á að vera næg trygging fyrir þvi, að vatnið við
ullarþvottínn verði bæði nóg og gott., svo að ullin geti
orðið blæfalleg.
Margir munu telja vinnuna dýrari á mörgum smá-
um þvottastöðum en á fáum stærri, en eg efast um það
þegar alt er athugað. Yið innansveitar-vinnu mun vera
algengt, að bændur hafl vinnuskifti, og við þessa vinnu
mundi vera víða hægt að koma því við. Þeir sem leggja
til þvottakonur, til að vinna við ullarverkunina, geta
4*