Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 59
BÚNAÐARRIT
Á hvorri hlið hússins ætlast eg til að sé 8 stafir
og 2 sniðbönd, en á hvorum gafli sé 2 stafir auk horn-
stafa og 2 sniðbönd; lausholt sé fyrir ofan og neðan
glugga. Sperrur sé 7 og þar af 1 stormsperra; skulu
kjálkarnir vera úr 2X5" tré, sem eins og myndin að
íraman sýnir á að ná niður að fótstykkjunum og upp
undir sperrutoppinn báðum megin. Þessi stormsperra á
að koma í veg fyrir að húsið skekkist, því þar sem
það er 20 álna langt og enginn þverbindingur í því, er
nauðsynlegt að hafa stormsperru.
Utan á hliða- og gafl-stafi komi 4 langbönd, til
þess að negla járnið á, — 1 á fótstykkin, annað á syll-
urnar og þriðja og fjórða á milli með hæfilegu bili. Á
þakinu skulu vera 5 langbönd, 2 174X3" og 3 úr
llAX6" borðum, og skulu þau vera með jöfnu millibili.
Þau verður að negla vel.
Járnið á veggina og gafla hússins skal vera 9 fóta,
nr. 26, og á að skara yfir tvær bárur. Járnið á þakið
sé 6 fóta, nr. 24. Verða því tvær plötur í lengdina á
hvorri hlið þaksins, skaraðar um tvær bárur.
Hurðin sé á öðrum gaíli hússins, og á að brúka í
hana plægð l" borð, og sé Ú/4X3 áln.; karmurinn úr
toorðum. Þrír gluggar með 6 rúðum hver eiga að vera
á hvorri hlið hússins; karmarnir sé úr l'/s" borðum
með einum langpósti og tveimur þver-„sprossum“, alt
með grópi fyrir rúðurnar. Vatnsborð skal hafa yfir og
undir gluggunum úr 1X3" borðum.
Efst á veggjunum, uppi undir þakskegginu, á að
korna listi eftir húsinu endilöngu úr 1 X 4" borðum, og
vindskeiðar eiga að vera með sama gildleika.
Eg ætlast til að þakbrúnin taki 4" út af veggjunum,
en 3" út af göflunum.
Kostnaðaráœtlun:
Undirlög á hliða- og gafl-fótstykki: Kr.
4 tré 20 f., 2 tré 21 f., 4X4", fetið á l^Vs ©• 16,47
Flyt 16,47