Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 87
BTJNAÐARRIT
83
landsins og að sjá við ókostum þess. Þetta kemur nú
fram í ýmsu, en eg skal að eins benda á eitt.
Yið fáum oft mörg góðviðrisár í röð, og þau ætt-
um við að nota til þess að safna heyjum, svo við gæt-
um haldið bústofni okkar óskemdum, þegar harðindin
koma. Því það má eiga það víst, að þau koma fyr
eða síðar.
Það er ekki til nokkurs gagns, heldur þvert á móti
til mikils tjóns, að reyna til að loka augunum fyrir
þeim sannleika, sem allir ættu að þekkja, að hafísinn
getur umkringt landið okkar fyrir miðjan vetur, og
legið þar rölegur það sem eftir er af vetrinum, alt vorið
og fram í lok ágústmánaðar nœsta sumar, hannað allar
skipaferðir að meira en hálfu landinu og hreytt sumr-
inu að nokkru leyti i vetur.
Þetta kemur að vísu ekki mjög oft fyrir, en margir,
sem nú lifa, hafa bó séð þetta með eigin augum, jafnvel
oftar en einu sinni, og mcettu muna eftir því.
Og lakast er að enginn getnr sagt hvenær
þetta muni koma fyrir næst.
II. „Vogun vinnur, vogun tapar“.
Stundum er svo ástatt, að maður gerir annaðhvort,
að vinna alt eða tapa öllu við vogunina, og þá er mikil
freisting til að fylgja þeim, „sem leggur á tœpasta vaðið“.
En hitt er tiðara, að maður getur unnið dálítið við vog-
unina, ef vel gengur, en tapað miklu, ef illa fer. Og
þá er hollara að fylgja gömlu Jeiðsögumönnunum, sem
vildu hafa „vaðið fyrir neðan sigu.
Vogunin kemur fram í búskapnum eins og annar-
staðar, og kemur þar fram í mörgu, en einna eftirtekta-
verðast við heyásetninginn.
Með því að voga, tylla á fremsta hlunn með á-
setninginn, hefir frumbýiingum stundum tekist að fjölga
6*