Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 88
84
BÚNAÐARRIT
skepnum fljótar en þeim hefði verið unt, eí þeir hefðu
tekið sér strax þá reglu, að setja ekki fleiri fénað á
vetur en þeir væru vissir um að hafa nóg fóður fyrir,
hve harður sem veturinn yrði. Þetia er nú ávinning-
urinn viö ásetningsvogunina, og hann hefir stundum
reynst nokkurs virði í bili. En milclu minna virði þó
en margir hafa œtlaö. Þessi ávinningur hefir gengið
svo í augun á mörgum, að þeir hafa gleymt því, að
ásetningsvogunin getur haft miklu meira tap í för með
sér en ávinningnum svarar.
Þegar ár eftir ár er sett á vogun, sett svo tæpt
á, að lítið eða ekkert verður eftir af heyjum í góð-
um vetrum, þá rekur að því fyr eða síðar, þegar ár-
ferðið harðnar, að heyin duga ekki, og fénaðurinn verður
magur; gagn af honum missist að meiru eða minna
leyti, og sumt af honum, ef til vill, fellur.
Og þá Jcemur tapið, sem ásetningsvogunni er sam-
fara. Og þetta tap hefir mörgum orðið tilfinnanlegt.
Ef menn lita með athygli kringum sig, þá muriu
þeir sjá nokkur dæmi þess, að bændur hafa hleypt upp
fénaði á góðu árunum og felt hann svo meira eða minna.
þegar harðnaði. Hefir stundum tekist svo illa til, að
þessir menn hafa annaðhvort flosnað upp, ef þeir voru
kjarklitlir, eða þeir hafa orðið að svelta sig og sína svo
árum skifti, til þess að koma undir sig fótum aftur og koma
skepnunum upp. En haldið hafa þeir vanalega áfram
sama ásetningslaginu fyrir þetta. Það eru þvi miður til
menn, sem hafa gengið í gegnum þennan hreinsunareld
oftar en einu sinni á æfinni, en hafa þó ekki tekið eftir
því, að tapið við ásetningsvogunina hefir orðið þyngra
á metunum hjá þeim en ávinningurinn við hana.
„Hollur er haustskurður“ sögðu gamlir menn, og
er það jafnan mála sannast. Eg ætla nú að reyna að
sýna það með nokkrum tölum, að ásetningsvogunin
borgar sig lakar en margir ætla, þó ekki verði stór siys