Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 97
BÚNAÐARRIT
93
falt, þrefalt eða fjórfalt meira virði á þessum góðu út-
beitarjörðum en á innigjafajörðunum, af því að maður
getur haldið þar 2, 3 eða 4 jafn-vænum kindum á því
heyi, sem þarf handa einni kind á innigjafajörðunum.
Og einmitt þetta bendir líka á það, að menn mega kosta
miklu meira til heyskapar og til grasræktar á útbeitar-
jörðunum, því þar er heyið margfalt meira virði en
annarstaðar.
Eg veit ekki hvort það er nokkurt býli til, sem
heflr alls engar útheysslægjur, og alis ekkert hey er
ætlað sauðfé, og það því látið ganga sjálfala. En þó
svo kunni að vera, þá mun þó vera tún á þessum býl-
um, sem mætti stækka eða rækta betur en gert er.
Og á slíkum stöðum getur töðuræktin borgað sig óvenju-
lega vel. Þar getur bóndinn máske með 40—50 hest-
um af töðu bjargað sauðfó svo hundruðum skiftir frá
hor og hungurdauða. Töðuna má geyma óskemda mörg
ár, en á því þarf ekki að halda, þó að bóndinn fyrni
ávalt mikið af henni. Hann getur alt af nýjað töðuna
upp og eytt fornu töðunni handa kúnum.
En standi einhversstaðar svo illa á, að alls ómögu-
legt sé að afla nokkurra heyja handa sauðfé, en mikill
útigangur, þá er þá sá útvegur eftir, að kaupa fóður frá
öðrum, innlent eða útlent. Og þó það sé dýrt, að ala
skepnur á aðkeyptu fóðri, þar sem gjafatími er langur,
og hver sauðkind þarf mikið fóður, en afurðir sauðfjár
í lágu verði, þá er það miklu meira en tilvinnandi, þar
sem féð getur lifað mestpart á útbeit, og fóðrið er þess
vegna margfalt meira virði en annarstaðar.
Það er þrí ekki einu sinni á mestu útigangs-
jörðunum, hvað þá helúur annarstaðar, nokkurt
vit í því, að tefla ú tvær liættur með ásctniriginn.
Þá er það líka borið fyrir, að ekki sé hægt að nota
htbeitina til fulls, ef fénu sé ekki sýnt hart, svo hart
jafnvel, að það þar af leiðandi kunni að verða magurt.