Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 105
BÚNA.ÐARRIT
101
að skrifstoíuleiðin reynist oft torsótt og seinfarin". (Bún.i'.
1909, bls. 160—161. Sbr. ennfremur Bún.r. 1911, bls. 126).
Með því að eg sé nú ekki aðra ieið færari en ein-
mitt þessa „skrifstofuleið", sem eg síðar skal leyfa mér
að benda á hversu gera megi greiðfærari en venjulega
á sér stað, hefi eg gert frumkast til markalaga, sem eg
án frekari umsvifa nú skal sýna.
Markiilög.
1. gr.
Búfénaður aiiur, sauðfé, geitfé, nautgripir og hross,
svo og hundar, skal hafa mark eða merki, eins og í lög-
um þessum er ákveðið.
2. gr.
Mörk og merki búfénaðar eru:
a. eiginmörk; það er: fjármörk einstakra manna. Þau
skal nota sem eyrnamörk á sauðfó og geitfé;
b. sveitarmörlt, einungis undirbenjamörk, til nota á
hross og nautgripi;
d. nafmnerki; það er: plata, spjald eða helsi, sem á
er letrað skýrt nafn og heimili eiganda, eða a. m. k.
nafn heimilis skepnu þeirrar, er það ber. Rau skal
nota á hunda. Einnig má nota þau á annan bú-
fénað.
e. krennimerki sýslna, sveita, heimila, einstakra manna,
til einkennis á búfénaði.
Búfénað, sem ekki er markaður eða merktur svo
skýrt, að séð verði hvar hann á heima, skal fara með
sem óskilafé.
3. gr.
Eiginmörk geta gengið að erfðum til þess hjóna, er
annað liflr, elztu dóttur eða yngsta sonar. Á engan
annan hátt getur eiginmark gengið frá einstökuin manni
til annars. Ef hjón, sem eigi hafa fjárhag aðskilinn að
lögum, nota sitt hvort eiginmark, skal það telja sem