Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 106
102
BÚNAÐARRIT
tvö mörk sama manns. Börn innan 15 ára mega ekkr
eiginmark hafa, nema erfðamark sé eftir látið foreldri.
4. gr.
Af eiginmarki sinu skal eigandi greiða árlega skatt
til landsjóðs, 2 krónur. Hafi sami maður fleiri en eitt
eiginmark, hækkar skatturinn um 2 kr. fyrir hvert mark
þannig, að fyrir annað mark greiðist 4 kr., fyrir þriðja
mark 6 kr. o. s. frv. Skatt þenna skal fyrst heimta
á manntalsþingum 1916.
Bregði markeigandi húi og vilji losna við eiginmark
sitt, skal hann tilkynna það hreppstjóra eða fógeta, er
auglýsir það á hans kostnað í Lögb.bl. Ef markeigandi
deyr og erfingjar eigi taka við marki hans, fellur það
niður. Einnig falla þau mörk niður, er eigi eru í marka-
skrá sett 5. hvert ár.
5. gr.
Nú vill maður fá tekið upp eiginmark, eða sveitar-
fólag fá viðurkent sveitarmark, og skal þá senda um-
sókn um það til stjórnarráðsins. Ber umsækjanda að
tilgreina mark það, er hann æskir að fá, nema hann
leggi það á vald stjórnarráðsins, að ákveða markið. Eftir
að stjórnarráðíð hefir sannfærst um, að sammerki eða
námerki sé eigi til fyrirstöðu, gefur það út leyflsbréf
handa umsækjanda fyrir markinu og birtir það jafnframt
í Lögbirtingablaðinu. Fyrir slíkt leyflsbréf einstakra manna
skal greiða 10 kr í landsjóð.
6. gr.
Þá er maður, er eiginmark hefir, flytur vistum eða
búferlum í annað markahérað, skal hann innan loka
júnímánaðar sama ár skýra hreppstjóra eða fógeta, þar
sem hann sezt að, frá eiginmarki sínu. Sé þetta van-
rækt, eða ef hreppstjóri eða fógeti álítur að markið
komi í bága við annað mark í héraðinu, skal innflytjanda
skylt að kaupa leyflsbréf fyrir marki samkvæmt 5. gr.
Sé ekkert því til fyrirstöðu, að innflytjandi noti mark