Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 107
BÚNAÐARRIT
103
sitt óbreytt, skal hreppstjóri eða fógeti á hans kostnað
iáta auglýsa flutning þess í héraðið í Jjögb.blaðinu.
7. gr.
Markaskrár skulu prentaðar samtímis fyrir land alt
fimta hvert ár, þá er ártal stendur á hálfum og heilum
tug. Sveitastjórnir annast söfnun marka í sveitum, og
bæjarstjórnir í kaupstöðum, á fyrstu þrem mánuðum
ársins á undan. Skal rita mörkin á þar til gerð eyðu-
folöð, er stjórnarráðið lætur í té, og senda þau, ásamt
50 aurum fyrir hvert mark og 10 aurum fyrir hvert
brennimerki, er ekki fylgir eiginmarki, til stjórnarráðsins
fyrir lok aprílmánaðar sama ár. Eftir að stjórnarráðið
hefir látið rannsaka mörkin og lagfæra svo, að sam-
merki eða námerki eigi sér ekki stað á fjársamgangna-
svæði hverju, annast það um samning og útgáfu marka-
skránna ásamt brennimerkjaskrám.
8. gr.
Þá er skepna hittist með þekkjanlegu marki þannig
gerðu, að helmingur eyrans fyrir ofan hlust eða meira
er af skorið, að dómi tveggja skilgóðra, óvilhallra manna,
skal færa hana til hreppstjóra eða fógeta, er selur hana
við uppboð til slátrunar, og rennur verðið í sveitar- eða
bæjarsjóð, þar sem skepnan kemur fyrir. Skal sá, er
markað hefir, auk þess sekur 10 krónum fyrir hvert
syra, sem þannig er markað, og renna þær sektir í sjóð
þess sveitarfélags eða kaupstaðar, þar sem sakborningur
á heima.
9. gr.
Brot gegn 1.—6. gr. laga þessara varða sektum,
10—50 krónum, er renna i landssjóð.
10. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Þó skulu á-
kvæði 1.—6. og 9. gr. eigi til framkvæmda koma fyr
«n 1. janúar 1916.