Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 111
BTJNAÐARRIT
107
mörk, sumir þrjú og alt upp að sex. Þau dæmi finnast
í sumum markaskrám. Líklegt er, að skattákvæðin
•drægju úr þessari markasótl, og að þeir, sem þörf hafa
fyrir mark, yrðu óhultari með mark sitt. Sex marka
maðurinn mundi horfa í að greiða 42 kr. í markaskatt.
Grein verður gerð fyrir því síðar, hvers vegna lagt
•er til, að skatturinn fyrst sé heimtur 1916.
5. gr.: Af þessari grein sóst berlega, að eignar-
réttur að mörkum er lagður til þjóðfélagsins, að eins
með þeim takmörkunum, er í erfða-ákvæði 3.gr. felast/'
Fyrir hönd þjóðfélagsins er stjórnarráðinu ætlað að selja
einstökum mönnum rétt til markanna og jafnframt sjá
um, að það sé „ósvikin vara“, er það selur: ekki sam-
merki eða bagalegt námerki i nánd. Fari maður fram
á að fá ákveðið mark, en sem liggur of nærri öðru í
nánd, geri eg ráð fyrir, að stjórnarráðið tilkynni honum
það og geri tillögu um annað mark, sem líkast hinu
umbeðna, er eigi kemur í bága við önnur í nándinni,
og má þá vænta, að umsækjandi fallist á það, svo að
sú rekistefna sé þar með á enda.
Gjaldið fyrir leyfisbréfið er borgun fyrir vinnu
þjóðfélagsþjónanna við þetta marksölustarf; það sem
þar er fram yflr eru hreinar tekjur landssjóðs. Og svo
ieiðir það af leyfisgjaldinu, að þeir einir sækja um mark,
er við það hafa að gera. Sveitarfélög eiga að fá ieyfiö
án gjalds.
6. gr.: Út af því, að hér er nefnt markahérað,
skal það tekið fram, að eg ætlast til, að undir eins og
lög eru samþykt um þetta efni, só leitað álits sýslu-
nefnda um land alt um það, hvaða svæði bezt fari á
að sameiginleg markaskrá sé gefin út fyrir, og er líklegt,
að það falli ekki alstaðar saman við sýslur. Þar sem
náttúrlegar torfærur fyrir fé liggja um þvera eða endi-
Janga sýslu, en engin slík torfæra að næstu sýslu eða
hluta hennar, virðist eðlilegra, að sameiginleg marka-
skrá sé út gefin fyrir þá sýslnahluta eða þau svæði, sem