Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 115
BÚNAÐARRIT
111
(færa til mark, bæta í eða fella úr) eftir að raðað er, er
það röskunarlítið með þessu fyrirkomulagi. Það verður
að eins tilfærsia seðla, en engar umskrifanir,
Gera má ráð fyrir, væri ungum, liðlegum manni
falið þetta markamálsstarf, og hans nyti við til lengdar,
að hann yrði svo leikinn í því og kæmist á lag með
að vinna það svo greitt', að torfærni og seinlætis skrif-
stofuleiðarinnar gætti ekki. Stjórnarráðsins starf yrði
þá það, að útvega manninn og staðfesta gerðir hans.
Líklegt er að til þess yrði einhver aðstoðarmannanna á
landbúnaðarmálaskrifstofunni (II. skrifst.) í stjórnarráðinu.
Föst staða fyrir mann gæti það ekki orðið, þar sem lítið
þarf að þessu að vinna nema hluta úr 2 árum, með 3
ára millibili. Markaleyfisbréfa-afgreiðslan yrði varla mikið
starf; þvi eftir að „landhreinsunin" væri um garð gengin,
og markaskrár til yflr land alt jafngamlar, gætu menn
sjálflr sannfært sig um, að umbeðið mark kæmi ekki í
bága, og yrði því oftast hægt að veita leytt fyrir umbeðn-
um mörkum umsvifalítið.
8. gr.: Grein þessi á að koma í veg fyrir þá illu
meðferð á sképnum, að eyrun sé mikið til af þeim
skorin. Hún á að stemma stig fyrir því, að önnur eins
hneykslismörk eins og „afeyrt" sé notuð. Dæmi eru
til, að með markinu sneitt hafa kindur verið markaðar
svo, að eyrað var sniðið burt; að eins lítil tota öðrum
megin á stúfnum, sem sneiðingarbroddinn átti að tákna.
Fyrir slíka meðferð á sökudólgur að tapa eignarrétti á
þeirri skepnu, sem hann svo freklega heflr misþyrmt
(hún er gerð upptæk) og sæta sektum að auki; og
er það ekki harðara en t. d. drægla (— botnvörpunga)-
sektaákvæðin.
10. gr.: Hugsunin er þessi: Á alþingi 1913 eru
lögin samþykt. Þá þegar fer landstjórnin að undirbúa
starf sitt samkvæmt 7. gr.: útvega eyðublöð, leita um-
sagna sýslunefnda (þó það sé ekki boðið í lögnnum) um
markahéruð og fjársamgangnasvæði o. þvíi.; því vita má,