Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 117
BÚNAÐA.RRIT
113
Ekki væri vanþörf á að koma meira samræmi á
nöfn marka og röðun í markaskrám en átt hefir sér
stað víða í héruðum. Þessu hefir enginn sómí verið
sýndur, og alt látið flakka eins og það hefir myndast
og afbakast meðal manna. Þetta samræmis- og lögunar-
starf vinst auðveldast þannig, að einn maður hafi með
■höndum markaskráasamning fyrir land alt, eins og að
framan er á vikið.
Eg leyfi mér að taka hér upp eftirmála við marka-
skrá Gullbr. og ICjósarsýslu 1910. Hann gefur nokkrar
bendingar 1 þessu efni.
1. Um niðurröðuu nmrkauiiu.
í. skrá þessari eru sott fremst mörk þau, sem að eins eru á
•vinstra eyra, en hið hœgra ómarkað; því fljótlegra er að finna
þau þannig í flokki út af fyrir sig.
Annars er mörkunum raðað eftir stafrófsröð hægra eyra.
samnefnd mörk í röð meðan til vinst, en þá með tillití til staf-
rófsraðar á vinstra eyra. Mörk framan á oyra eru sett fyr en
samnefnd mörk að aftan: gildir það bæði yfir- og undirmörk.
’Við þau, er getið liefir verið að notuð yrðu einungis á hrossum,
ær sett: (hrossam.), en raðað er þeim sem öðrum mörkum.
Nöfn benja ráða röðun (bitar, fjaðrir, göt, stig). Standi tvö
eða fleiri saman (2 bitar, 3 stig o. s. frv.), er talan sett (áhrifs-
laus á röðina) fyrir framan nafnið.
Lítilsháttar tilbreytingar frá því, er mörk eru venjulega nefnd,
liefi eg leyft mér að gera, og miða þær ýmist til að samræma
nöfn marka og laga afbakanir eða til styttingar á þeim, svo
síður þurfi að skammstafa þau í skránni. En ekki hafa breyt-
ingar þessar ncin áhrif á röðina nema á nöfnunum: Fjöður,
■Geirað og Stúfrifað-tvístýft.
2. Um (kindar)eyrað.
J3rodd.ur — efsti liluti eyrans.
Vaglar = sniðin á eyranu.
Vaglaxlir = þar, sem vaglana þrýtur og eyrað nær fullri
hreidd.
Bolur = frá vaglöxlum niður að hlust.
IIIusl = neðsti hluti eyrans, er það þykknar og beygist
-saman.
Jaðrar = brúnir eyrans beggja megin.
S