Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 122
118
BÚNAÐARRIT
að setja fr. eða aft. við mark) m. fl. Því næst ritaði
hann oddvita hverrar sveitar eða markasafnara alt það,
er þar var athugavert, og ákvað, fyrir hvern tíma svör
skyldu komin. Ella tæki hann til sinna ráða með burt-
felling marka. Sammerki yrðu ekki prentuð í skránni
og ekki markið „afeyrt"; það væri héraðinu til mink-
unar. Það mundi hann nefna stýft í skránni. Þar sem
honum þótti vaíi á, að markið væri rétt nefnt, krafðist
hann að fá sent eyralikan (úr pappir) með ákliptu mark-
inu. Flestir sintu þessu góðfúslega. Sumir fólu honum
tilbreyting marka, sumir sendu annað; til bar, að hvor-
ugur þeirra, er sammerkt áttu, vildi breyta til, og sumir
svöruðu ekki.
Nú tók hann að lagfæra skrána samkvæmt fengnum
upplýsingum og breytingum, eða eftir eigin úrskurði.
Skal sýna dæmi um það.
1. Tveir voru um sama mark. Annar skýrði ná-
kvæmlega frá, að markið væri gamalt í ættinni; hinn
gaf enga slíka skýrslu, en báðir kváðust halda fast við
markið. Hinn fyrnefndi fékk markið. Það var Biti fr.
fjöður aft. bæði eyru. Hinn síðari fékk: Biti lr. fj. aft. |
Tvígagnbitað. Þurfti hann þannig að gera fjöðrina á
vinstra eyra að bita og bæta 2 bitum við.
2. Sammerki tveggja. Markið hafði verið búfjár-
mark prests í G.-K. Eftir að hann var dáinn, og ekkert
barna hans þurfti að nota markið, tók eitt, fyrv. sóknar-
barn prest,3ins það upp. Hinn maðurinn hafði leyfi yngsta
sonar prestsins, sem var embættismaður í Rvík, og hélt
hann markinu.
3. Fjórir voru um markið. A. hafði flutt úr Ár-
nessýslu sunnanverðri í G.-K., og var markið í skrá
Árn. B. hafði keypt markið af Norðmýlingi og viidi eigi
sleppa því. D. var gamall bóndi, hornbúi hjá dóttur
sinni og hættur að eiga fé, nýfluttur í G.-K. vestan úr
Mýrasýslu; gerði orð um að markið væri sér „ekki fast
í hendi". E. svaraði engu. Enginn þessara þriggja haíði