Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 123
BÚNAÐARRIT 119
rétt til að taka upp markið hér ofan í sammerki í Árn.,
og A. hélt markinu.
Sumt af mörkum þeim, er tekin voru upp í skrá
<1.-K. 1910, eftir samanburð við þágildandi skrár 3—4
næstu héraða, eru nú tekin í skrá Árnessýslu frá þ. á.,
og eitt bæði þar og í Borgarfj. Yar þó skrá G.-K. dreifð
víða um þau héruð fyrir 2 árum, auk þess sem ætíð
ætti að mega ná í markaskrárnar á Landsbókasafninu1),
ef nok.kur viðleitni væri höfð til að sannfæra sig um,
hvort sammerki eða námerki væri í nánd, áður en menn
■setja nýtt mark í nýja markaskrá.
Eitt af því, sem markaskráasemjari landsins (þegar
til kemur) þarf að sannfæra, sig um, er að mörkin sé
■það, sem þau eru nefnd. Það er t. d. í sumum hér-
uðum orðin venja, að nefna öll „Stig“ Vaglskoru eða
Yaglskorið. Þetta er fráleitt, því að réttu er vaglskora
yfirmark, eins og nafnið bendir til, en stig er undirben.
Dæmi þess, hvernig markanafna-afbakanir geta mynd-
ast, er það, að af því sumstaðar br siður að nefna markið
„Hamar" Hamarskorið, heyrir maður talshætti eins og
þetta: „Hann markar hamarskoruna svona illa“, „Þetta
er ljóta hamarskoran".
Mark það, sem í G.-K. er nefnt geirað ( geirskorið,
jaðraskorið), er alment nefnt „jaðarskorið"; en auðsætt
er, að það er rangnefni, þar sem báðir jaðrar eyrans
•eru „skornir" (eins og í geirstýft).
„Stýfður helmingur" er eitt öfugnefnið; því fr. eða
aft. er þá ætíð látið tákna þann jaðar eyrans, sem burt
«r skorinn. En stýfingin er á þeim hlutanum, sem eftir
er, auðvitað, enda er markið rétt nefnt: stýft hálftaf,
því hálftaf er hér undirmark.
1) En hætt er við að vanræksla eigi sér stað með að senda
safninu skrárnar (sbr. hér að framan).