Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 125
Framræsla.
Nokkrar ástæðnr fyrir nauðsyn hennar.
Eftir Metúsálem Stefánsson.
Til þess að plönturnar geti vaxið og dafnað, er
nauðsynlegt, að lífsskilyrðum þeirra sé fullnægt, og því
betur sem það er gert, því meiri þroska ná þær, og því
meiri afurðir gefa hinar ræktuðu plöntur eða nytja-
plönturnar yfirleitt, hvort sem þær eru ræktaðar eða ekki..
Ein af þeim kröfum, sem plönturnar gera, er sú,
að þær hafi nægilegt vatn, og af engu efni þurfa þær
jafnmikið til vaxtarins, eins og eðlilegt er, þegar þess
er gætt, að nál. s/4 hlutar lifandi plöntu er vatn. Það
er nauðsynlegt, ekki að eins sem næringarefni, heldur
líka til þess að uppleysa önnur næringarefni plöntunnar
og hjálpa til að halda þeim í nothæfum samböndum og
ástandi. Einnig er það nauðsynlegt fyrir flutning efn-
anna um plöntulíkamann frá einum stað til annars, og
það flytur iíka efnin til í jarðveginum, og hefir það
mikla þýðingu, því að plönturnar geta ekki borið sig
eftir björginni, eins og dýrin, og ieitað hennar þar sem
hana er að finna. Efnin, sem plönturnar nærast af,
verða að berast að rótum þeirra, og það er vatnið, sem
þetta gerir. Þá er vatnið enn nauðsynlegt fyrir margs-
konar breytingar, sem efnin verða að taka, eftir að
plantan hefir tekið þau til sín, svo að þau geti tileink-
ast plöntunni og bygt hana upp.