Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 129
BÚNAÐARRIT
125
þá meiri í óirjórri jörð. Af þessu má þó ekki beinlínis
•draga þá ályktun, að magra jörð þurfi ekki að ræsa
nins vel og frjóa. Sömu tilraunir sýndu líka, að á mag-
urri jörð þroskuðust plönturnar fyr, ef hún var vel þurkuð,
og má hér af sjá, að framræslan hefir sömu áhrif og
of styttur væri vaxtartími plantnanna, eða •staðurinn
fluttur suður á bóginn í mildara loftslag—-lengra sumar.
A vel ræstri jörð er þó vissari þroski þeirra plantna,
sem naumlega fá nægan tíma til þroskunar á okkar
stuttu sumrum.
Þar sem mikið vatn er í jörðu, verður mikil upp-
gufun. Hún bindur hita, og loftslagið verður þessvegna
kaldara þar sem votlent er en á þurlendi, og þar af
ieiðir, að því meiri þörf er á framræslu — að öðru jöfnu —
sem loftslagið í sjálfu sér er kaldara. Þess vegna er
lika sérstök ástæða til að gefa þessu máli alvarlega gaum
hér á landi.
Skiftar eru þó skoðanir manna um það, að hve
smiklu leyti eða hvort framræsla getur mildað loftslagið,
minkað kuldann. Það er alment viðurkent, að plöntunum
sé því meiri hætta búin af frosti, sem jarðvegur og lofts-
lag er rakara, og það hefir verið álitið, að framræslan
gæti dregið úr frosthættunni eða frostnæminu.
Þessi skoðun er ekki ný, og hún hefir komið því
til leiðar meðal annars, að Svíar hafa alt frá 1840 varið
miklu fé til þess að þurka landið, ekki að eins til auk-
innar og bættrar jarðræktar, heldur einnig 1 þeim einum
tilgangi, að draga með því úr frosthættunni. Sérstakir
sjóðir hafa veitt styrk og lán til þessara starfa, og árang-
urinn er mikill og góður. Ilversu mikla þýðingu fram-
ræslan hefir í þessu efni er enn ekki fullsannað, og eink-
um eru skoðanir manna skiftar um það, á hverju áhrifin
byggjast. Yeðurfræðingarnir neita því, að framræslan
hafi áhrif á loftslagið, en jarðyrkjumenn hafa reynslu
fyrir því, að hún dregur úr frostnæminu, og hafa alment
eignað það breyttu loftslagi. En að breytt loftslag þarf