Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 130
126
BÚNAÐARRIT
ekki að valda þesau hefir sænskur maður, Per Stolper
sýnt fram á i Kgl. svenska Landbr. Alcad. Handl. og
Tidskrift 1909, sbr. Frey VII. Tilraunir hafa sýnt, að
vatnsmagn plöntunnar er nokkuð háð raka jarðvegarins,
og þær hafa líka sýnt, að plantan er því vatnsmeiri, sem
henni st.endur meira vatn til boða. Á annan veg er og
reynsla fyrir því, að vatnsmagn plantnanna hefir áhrif
á frostþol þeirra, þannig að því vatnsminni sem bær eru,
því betur þola þær frostið án þess að liða skaða, og
munur á frostþoli kemur fram, þótt ekki muni nema
broti lir °/o á vatnsmagninu. Frostþolið getur því auk-
ist við framræslu af þessum ástæðum. En hér kemur
íleira til greina: í votri jörð stendur vatnið gróðrinum
fyrir þrifum, hann verður veikbygður og rýr, þróttiítill
og næmur fyrir kvillum og öllum þeim áhrifum, sem á
einhvern hátt geta skaðað hann. Við framræslu veitast
honum betri lífskjör; hann verður þar af leiðandi þrótt-
meiri og hraustari og þolir betur öll áföll, þar með áhrif
kuldans, og sama kuldastig hefir minni áhrif og minni
afleiðingar fyrir gróðurinn.
Á þennan hátt má gera grein fyrir áhrifum fram-
ræslunnar á frostþolið, án þess að eigna það breyttu
loftslagi. En það virðist líka vera reynsla fyrir því, að’
framræslan hafi áhrif á loftslagið, og það mikil. Frá
norðanverðri Svíþjóð (Vesturbotnum) er þess getið, að
lágstig hitans á tveim stöðum á sama breiddarstigi var
30° C. Á öðrum staðnum hefir nú landið verið-
þurkað, og lágstigið er síðan að eins -f- 15° C. Á hin-
um staðnum er enn óþurkað og lagstigið óbreytt. Ótrú-
legt er að framræslan hafi svona mikil áhrif, enda munar
um minna.
Annars virðist auðvelt að komast að raun um, hvort
framræslan hefir áhrif á loftslagið eða ekki, og finst mér
það vel þess vert, að Búnaðarfélag íslands gengist fyrir
því, að það yrði gert á stöðum, sem vel væru til þess
fallnir. Þetta mætti gera á þann hátt, að mæla 1 nokkur