Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 137
BÚNAÐARRIT
133
mest er farið eftir, ráðleggur, að láta mulinn eða lausan
jarðveg í ker, hella á hann vatni um lengri tíma og
athuga hve hratt það sígur. Þessi aðferð tekur langan
tíma, og búast má við því, að vatnsleiðslan sé nokkuð
á annan veg í jarðveginum í jurtapottinum en í sams-
konar jörð í náttúrlegri legu, enda hafa tilraunirnar sýnt,
að leiðslan minkar stöðugt í kerunum, eftir því sem
jarðvegurinn sígur. í sendinni moldarjörð hefir vatns-
leiðslan jafnvel minkað frá 0,264 metrum niður í 0,035
metra á klukkustund.
Hannemann ráðleggur, að mæla vatnsleiðsiuna eftir
því, hversu fljótt vatn sigur í jörðina í náttúrunni.
Þessi aðferð er mikið notuð af Þjóðverjum, á þann hátt,
að botnlausum sívalning, t. d. */2 m- í þvermál, er
þrýst nokkra cm. niður í jörðina. Síðan er vatn látið í
hólkinn, t. d. 1 sólarhring eða hálfan, eftir því hve ört
vatnið sígur. Til þess að fá áreiðanlega vitneskju um
vatnleiðslu jarðvegarins með þessu móti, þarf helzt að
vera skurður nærri, sem getur tekið móti grunnvatninu,
svo að vatnið verði ekki að kyrstöðuvatni í jarðvegin-
um, og hins vegar þarf hárpipuaflið að vera bundið af
vatni í jarðveginum, svo að það dragi ekki vatnið
frá hólknum.
Þriðja aðferðin er sú, að skera tappa úr jarðvegin-
um, heizt með sívölum skarprendum hólk með götótt-
um botni. Þessum jarðtappa er svo þrýst niður á botn
og síðan helt á vatni og mælt hvernig vatnið sígur í
jarðveginn.
í ógrýttum jarðvegi eins og mýrarjörð má skera
tappann út með sívalningnum sjálfum, annars má stinga
hæfilegan hnaus og skera hann svo til, þar til hann fellur
í sívalninginn, sem ætti að vera 5—10 cm. í þvermál.
— Þar sem reglulegri framræslu verður við komið mun
oftast mega ná tappanum með sívalningnum, en þar
sem henni verður ekki við komið hefir mælfngin minni
þýðingu. — Þessa tappa þarf að taka á 30—90 cm. dýpi,