Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 140
136
BÚNAÐARRIT
samur — og óviss — útheysskapur getur ekki borgað sig
með þeirri hækkun, sem ait af verður á kaupgjaldi og
verði lífsnauðsynja.
Yíða stendur svo á, að mýrlendar fltjar liggja út frá
túnunum, eða nærri þeim, sem eru vel fallnar til rækt-
unar, ef þær eru ræstar fram, og menn geta séð, að
það muni vera hagur. að færa túnin ofan af hólnum,
sem iðulega brennur, og út í fltina við túnfótinn.
Það má því búast við, að framræsla færist mikið í
vöxt á næstu árum, og þá væri nauðsynlegt að hafa
staðgóðar innlendar rannsóknir að byggja á, svo hægt
sé að gefa ábyggilegar leiðbeiningar um fyrirkomulag
framræslunnar. Ekki að eins um millibil skurðanna,
sem eg hefi mest talað um, heldur einnig um það,
hvenær á að nota opna skurði og hvenær lokaða, og
margt fleira, sem hér kemur til greina, svo sem það,
hvers konar lokaða skurði á helzt að nota.
Eg lít svo á, að það sé miklu minni vandkvæðum
bundið fyrir okkur en aðrar þjóðir, að nota opna skurði.
Vegna ræktunarhátta okkar verður alt af miklu minni
umferð um ræktaða landið með verkfæri, og opnu skurð-
irnir tefja þá ekki vinnuna til muna.
Reynsla okkar íslendinga er svo lítil og ófullkomin,
að við verðum fyrst um sinn að byggja á ágizkunum
og getgátum, sem við með meira og minna haldgóðum
rökum getum dregið af reynslu annara þjóða, og þessar
getgátur verða því meiri „gátur“, sem reynsla annara
þjóða er enn ófullkomin um framræslu, og því fremur
sem okkur vantar þekkingu, bygða á rannsóknum, til
þess að geta gert réttan samanburð eða greinarmun á
íslenzkum og útlendum staðháttum um þetta, meðal
annars um mismunandi eðli jarðtegundanna með tilliti
til vatnsins og hreyfinga þess í jarðveginum.
Tilgangur og kröfur framræslunnar verður líka oft-
ast alt annað hjá okkur en hjá öðrum þjóðum. Þar
er framræslan gerð til akurræktar, jafnvel þótt notuð sé