Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 142
138
BÚNAÐARRIT
og 8,4°/o afborgun. Af þessu fé hefir þó ekki verið
notað nema nálega helmingur árlega, og er aðalorsökin
til þess talin sú, að verkinu verður að vera lokið innan
ákveðins tíma eftir að lánið er veitt.
Prostsjóðurinn veitir árlega alt að 400000 lcróna
styrk til framræslu á óræktuðu landi, sem ekki er hugsað
til að rækta, og nemur styrkurinn alt að helmingi af
kostnaðinum.
Framkvæmdir sjóðanna á árunum 1884—1898 sjást
af eftirfarandi skýrslu:
Ræktunar- sjóður. Frost- sjóður.
Fyrirtæki tals Þurkað land, hektarar .... 343 68294 419 62602
Reiknaður framræslukostnaður kr. ræktunar — 9223776 3448708 4251402
Samtals — 12672484 4251402
Fjárveiting sjóðanna ... — 8387830 1456633
Sjóðir þessir hafa að sjálfsögðu stuðlað mjög að
framkvæmdum manna í framræslu, en Svíar hafa líka
sérstök framræslulög, sem einnig þykja eiga góðan þátt
í þessu, og skal eg skýra hér frá helztu atriðum þeirra:
a) Jarðeigendur eiga rétt á að fá land sitt fram-
ræst með 1,2 m. djúpum skurðum til nýyrkju eða bættrar
ræktunar, og geta heimtað hluttöku þeirra annara, sem
not hafa af framræslunni, að réttri tiltölu við notin; þó
þarf enginn að taka þátt í fyrirtækinu umfram það, sem
þarf til þess að þurka hans eigið land.
b) Sé um það að gera, að þurka upp tjarnir, keldur
og foræði, breyta farvegum í vatnsföllum (eða dýpka þá),
eiga allir hlut.aðeigendur atkvæði um það, og sé vatnið
til almennings nota, þarf samþykki almennings til, og