Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 143
BÚHAÐARRIT
139
siðan á hver að taka þátt í verkinu að tiltölu eítir því
gagni, sem hann heflr af því, nema hann afsali sér þeim
bótum eða hlunnindum, sem að verkinu verða á jörð
hans, og skiftist þá hans aukna eða bætta land milli
annara hlutaðeigenda eftir þeim bótum, sem af verkinu
hafa orðið á jörð hans, og er það metið eftir því hversu
miklu verkið nemur af virðingarverði jaiðarinnar að af-
loknu verki.
c) Rétt til að þurka vötn, til þess að vinna land
til ræktunar, á hver sá, sem á meira en helming þess
Jands, sem upp kemur eða bætist viö verkið, ef almenn-
ings samþykki fæst til.
Allar skemdir og tjón, sem aðrir kunna að líða við
framræslu, skal bæta að fullu og tafarlaust. Þannig
verður að borga fyrir land, sem tapast undir skurði eða
ruðning upp úr þeim i annars manns landi. Ekki má
gera öðrum tjón með því að leiða vatn út á land þeirra
eða í skurði, nema skurðunum sé þá jafnframt breytt
svo, að þeir vinni eigandanum sama gagn og áður.
Árangurinn af þessum lögum og sjóðum er sá, að akur-
land Svíþjóðar hefir verið aukið um 350000 ha. síðastliðna
3/a öld (talið til síðustu aldamóta). Á Gotlandi hafa verið
ræktaðir upp nál. 18000 ha., og flatarmál þurkaðra vatna
er talið milli 20 og 30 þús. ha. — Reynslu þykjast Sviar
hafa fyrir þvi, að frostnæmið hafi minkað við þessa
framræslu, á hverju sem það byggist. AIls er talið að
ræst sé fram i Svíþjóð 6000 km.2, og alt það land gefur
nú miklu meiri og betri eftirtekju en áður, og má þakka
það bæði framræslunni og öðrum bættum ræktunarháttum.
Eg hefi dregið fram þessi dæmi af Svíum til þess
að sýna fram á, hverja þýðingu framræslan er talin hafa
með öðrum þjóðum, og á hvern hátt hún er styrkt með
lögum og fjárveitingum. En engu síður er framræslan
nauðsynleg jarðabót hjá oss íslendingum, þar sem hún
er eitt af fyrstu skilyrðum fyrir aukinni og bættri gras-
rækt og garðrækt.
IRitgerð þessi er að mestu fyrirlestur, lialdinn á búnaðarmálafund-
ínum í Reykjavik 1912].