Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 146
142
BÚNAÐARRIT
í verxnireit um vortimann eða jafnvel um allan sprettu-
timann, þá spretta þær miklu fyr.
Hór á Suðurlandi spretta gulrófur viðunaniega, í
hverju sumri sem er, þó þær séu ekki hafðar í vermi-
reitum, ef garðurinn er góður, en í hinum landsfjórð-
ungunum geta þær oft og einatt misheppnast. Það
mundu þær ekki gera, ef þær væru hafðar í vermireitum
á vorin. Líkt má segja um kartöflurnar, þótt þar sA
að vísu nokkuð öðru máli að gegna. Það er ágætt ráð
að hafa þær í vermireit um tima og gróðursetja þær
svo með mold, áður en alt of mikill vöxtur er kominn
í þær. Þær plöntur mundu gefa nýjar kartöflur miklu
fyr að sumrinu en þær, sem settar eru á bersvæðu
Annað væri þó enn þá betra, það nefnil., ef menn ættu
allmikið af gluggum til að setja yfir smá beð í garðin-
um, sem umgirt væru með trélistum; þessi beð gætu
hailað lítið eitt móti sól; væru þau þá einskonar vermi-
reitir og ágætur staður fyrir ýmiskonar matjurtir. A
þenna liátt gœtu Orímseyingar rœktað lijá sér kartöfiur
og margt fleira, og eg spái því, að ef þeir byrjuðu á þvír
þá mundu þeir ekki hætta því aftur.
Glerið er náttúrlega nokkuð dýrt, en það væri mikils-
vert og mesta búmannsþing, að eiga nokkuð af gluggum
til að hafa yfir jurtabeðum um vaxtartímann, auðvitað
allra helzt í þeim sveitum, þar sem tilfinnanlegastur
skortur er á sumarblíðunni.
Yermireitir geta verið af mjög misjafnri gerð, en
aðal-munurinn iiggur í því, hvort einhver hitamyndandi
efni eru látin i botninn á þeim undir gróðrarmoldina
eða þeirn er sleppt. í fyrra tilfellinu er það auðvitað
réttmætt nafn að nefna þá reiti vermireiti. í síðara til-
fellinu er það ekki jafn-sjálfsagt, og þó finst mér, að
nafnið megi eiga þar við lika, því vitanlega njóta allir
þeir reitir, sem gler er yfir, miklu meiri hita en ber-
angrið í kringum þá. Eg ætla þá fyrst að fara nokkr-