Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 147
BÚHAÐARRIT
143
um orðum um þá reiti, sem engin hitaframieiðsla er í og
einkis hita njóta annars en lofthitans undir glerinu.
Eg mintist áðan á beð í garðinum, þannig útbúin,
að trérimlar væru látnir í kring um þau og giuggarnir
væru látnir hvíla á þeim, og að moldaryfirborðið á þess-
um beðum væri látið halla lítið eitt móti sól. Ódýrara
fyrirkomulag er ekki hægt að hugsa sér, ef á annað borð
á að nota glugga.
Vermireitir, án hitaframleiðslu, geta verið nokkuð
misjafnlega vandaðir í gerðinni. Það er náttúrlega
mikils urn það vert, að gluggakisturaar séu traustar og
skjólgóðar, og að þær standi nokkuð upp úr jörðu, til
þess að ekki þurfi eins mikið að bogra við þær, eins og
ef þær stæðu alveg á jafnlendi. Fer vel á því, að hafa
torfvegg með grasi grónum hliðum í kring um reitinn.
Má þá spara timbrið svo, að kostnaður þess verði ekki
tilflnnanlegur. Þessir reitir eru mjög hentugir, en þeir
koma ekki að notum fyr en tíðarfarið er farið að hlýna
að vorinu.
fá skal farið nokkrum orðum um hina eiginlegu
vermireiti. Þeir geta iíka verið af misjafnri gerð, eins
og þeir sem þegar eru nefndir.
Allir þeir að minsta kosti, sem nokkuð fást við
hesta að velrinum, hafa víst tekið eftir því, að hitnað
getur í hrossataðshaugum, og það er ýmislegt fleira, sem
hita tekur, er það liggur deigt í lausri hrúgu, t. d. þang
og þari, heyruddi, garðaló, sauðatað o. s. frv. Þetta hafa
menn notað sér til þess að setja saman í bing undir
gróðrarmoldina í þar til útbúnum reitum, er rækta skal
plöntur í, á þeim árstímum, er þær ekki geta vaxið á
bersvæði, eða ef vöxtur plantnanna á bersvæði þykii-
vera of seinfara. Þessir reitir eru, eins og eg sagði,
iang-mest notaðir um vortímann.
Það er ekki heppilegt að nota hrossatað einsamalt
í þessu skyni, né neitt hinna efnanna, er talin voru,
til þess að mynda hita í vermireitum; betra er að hafa